27.6.2011 | 17:01
Vel unnið úr óvenjulega erfiðum aðstæðum.
Við hjónin komum í nótt úr ferð upp á Sauðárflugvöll á Brúaröræfum norður af Brúarjökli og alls staðar blöstu við áhrif alveg einstaklega kalds veðurfars nú í vor, sem stendur enn.

Við fórum með 20 ára gamlan lítinnn blæjujeppa af gerðinni Geo Tracker (Ameríkugerðin af litla Vitara) og á efstu myndinni erum við á ferð í Norðurárdal í Skagafirði.
Vel sést að hlíðin á bak við er grágul.
Þrátt fyrir mikla kulda í allt vor hefur flugvöllurinn verið fær í meira en mánuð og ég var að snyrta þar til eftir veturinn í samræmi við það að hann er nú kominn í viðurkenndan hóp íslenskra flugvalla samkvæmt öllum stöðlum og opinn fyrir allar flugvélar allt upp í Fokker 50, og flugvélarnar fulltryggðar eins og á öðrum völlum á skrá Flugmálastjórnar.

Næstu myndir eru teknar inni á Sauðárflugvelli þegar þangað eru komin hjónin Þórhallur Þorsteinsson og Dagný Pálsdóttir til að hjálpa til og fara með mig niður að Möðrudal, en upphaflega ætlaði Arngrímur Jóhannsson að fljúga inn eftir til að sækja mig, en ekki var flugveður.
Ég vil ýsa yfir ánægju minni með þá þjónustu við ferðamenn, sem sýnd er með því að opna leiðirnar upp í Herðubreiðarlindir, Kverkfjöll og Öskju að undanförnu, þar er verið að vinna gott starf við erfiðar aðstæður.

Það var nöturlegt að sjá stórkalin tún bænda á leiðinni og það, hvernig gróðurlendið er enn grátt og gult, enda hefur lofthitinn Lofthiti á þessum slóðum hefur lengst af í vor verið aðeins rétt fyrir ofan frostmarkið og því nær engin bráðnun jökla og jökulárnar vatnslitlar í samræmi við það.
Það flögraði að mér í þessari ferð að ástand eins og þetta, þegar kaldur loftmassi streymir vikum saman meðfram hæð yfir Grænlandi suður yfir landið, gæti orðið viðvarandi ef veðurfar hlýnar áfram og allur ís bráðnar í Íshafinu.
Þá yrði ógnarskjöldur Grænlandsjökuls einn eftir allt árið og gæti bundið við sig þráláta kuldahæð í enn ríkara mæli en nú er.
![]() |
Öskjuferðir hafnar úr Mývatnssveit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 28.6.2011 kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2011 | 11:15
Dýrkeypt tilraun.
Í bók sinni Mein Kampf lýsti Hitler þeirri sýn sinni að Þjóðverjar næðu völdum yfir hinum miklu kornræktarlöndum sem voru á yfirráðaræði Sovétríkjanna í Ukrainu og Rússlandi.
Hið kommúniska skipulag lék landbúnaðinn á þessum svæðum hins vegar svo grátt að síðustu áratugi Sovétríkjanna varð að flytja inn korn til að brauðfæða þjóðina.
Fyrsta tilraunin til að þjóðnýta landbúnaðinn í kommúnisku kerfi var gerð yrir meira en 80 árum. Þegar í upphafi gafst þetta svo illa, að slegið var af með svonefndri NEP-stefnu.
En þegar Stalín hafði hrifsað til sín alræðisvald gekk hann alla leið með þeim afleiðingum að milljónir, jafnvel tugir milljóna manna dóu úr hungri.
Og Maó vílaði ekki fyrir sér í Kína að taka "Stóra stökkið fram á við" með þeim afleiðingum að aftur kostaði þessi dýrkeypta tilraun tugi milljóna manna lífið.
Nú er firrt alræðisstjórn kommúnista í Norður-Kóreu að framkvæma þetta í þriðja sinn með hörmulegum afleiðingum.
Svo er að sjá að ofsatrúarmenn varðandi óheftan kommúnsima eða kapítalisma geti ekki sætt sig við þá lærdóma, sem af kreppum þessara kerfa má draga, heldur þurfi að gera sömu misheppnuðu tilraunirnar aftur og aftur áratugum og hugsanlega öldum saman, ef svo ber undir.
![]() |
Hungur sverfur að Norður-Kóreumönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2011 | 10:27
Hverjir "fara í jarðarfarir"?
Lögmál Murphys er algilt: Ef eitthvað getur farið úrskeiðis, mun það gera það fyrr eða síðar.
Þetta getur auðvitað líka gerst í sambandi við þann óhugnanlega möguleika að vera kviksettur, líkt og gerðist í Kazan í Rússlandi. "útför Múslima fer fram innan sólarhrings frá dauða.
Ég er ekki nógu vel að mér í trúarbragðafræðum til þess að átta mig á því hvers vegna útför fer fram innan sólarhrings frá andláti í sið Múslima.
Er það tiil þess að stytta hið erfiða tímabil, sem er fyrir hina nánustu á milli dauða og útfararar?
Eða til þess að stytta þann tíma, sem hinn úrskurðaði látni væri hugsanlega lifandi áður en jarðarför er lokið.
Annað mál, fjarskylt:
Oft heyrir maður fólk segja: "Ég er að fara í jarðarför" - eða - "ég var í jarðarför.
Þetta stenst augljóslega ekki því að sá eini í kirkjunni sem er í jarðarför er hinn látni. Hinir eru viðstaddir jarðarförina.
![]() |
Dó úr hræðslu í eigin jarðarför |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)