Hverjir "fara í jarðarfarir"?

Lögmál Murphys er algilt: Ef eitthvað getur farið úrskeiðis, mun það gera það fyrr eða síðar. 

Þetta getur auðvitað líka gerst í sambandi við þann óhugnanlega möguleika að vera kviksettur, líkt og gerðist í Kazan í Rússlandi. "útför Múslima fer fram innan sólarhrings frá dauða.

Ég er ekki nógu vel að mér í trúarbragðafræðum til þess að átta mig á því hvers vegna útför fer fram innan sólarhrings frá andláti í sið Múslima. 

Er það tiil þess að stytta hið erfiða tímabil, sem er fyrir hina nánustu á milli dauða og útfararar?

Eða til þess að stytta þann tíma, sem hinn úrskurðaði látni væri hugsanlega lifandi áður en jarðarför er lokið.  

Annað mál, fjarskylt:

Oft heyrir maður fólk segja: "Ég er að fara í jarðarför" -  eða - "ég var í jarðarför.

Þetta stenst augljóslega ekki því að sá eini í kirkjunni sem er í jarðarför er hinn látni. Hinir eru viðstaddir jarðarförina. 


mbl.is Dó úr hræðslu í eigin jarðarför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er af praktískum ástæðum sem múslimar jarða innan sólarhrings.  Í eyðimerkurhitum Arabíu og norður Afríku er rotnun hröð og engin tök á kælingu.  Til að tryggja sómasamlega meðhöndlun á líkum var þessu komið inn í trúarbrögðin.

Ragnar (IP-tala skráð) 27.6.2011 kl. 12:08

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þökk fyrir upplýsingar, Ragnar.  Ég held raunar að öll trúarbrögð og siðalögmál séu sprottin af aðstæðum og að vandinn varðandi ýmislegt í þeim felist í því, að þau aðlagist ekki nógu hratt breyttum aðstæðum.

Ómar Ragnarsson, 27.6.2011 kl. 21:31

3 identicon

Líkum hnignar hratt eftir að þau deyja, jafnvel hraðar en þegar þau voru lifandi.

En til að komast hjá því að líkin verði ólík, þá er jarðarförinni hraðað. Ef of langur tími líður þá verða líkin ekkert lík sjálfum sér og þá gjarnan talað um liðið lík. Menn efast þá um að verið sé að jarðsetja rétt lík og telja það jafnvel ólíklegt að þar sé sama lík "á ferð".

En þá eru oft fengnir til sögunnar líksnyrtar, eða svo kölluð fer-líki. Þeir geta dubbað líkið upp þannig að það sé vel bjóðandi og öllum líki. Þeir koma þá líkinu gjarnan í eitthvað sem fer því vel, þ.e. flíka það upp.

Negull (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband