29.6.2011 | 19:38
Þingið gott en kerfið hræðilegt.
Vandræði Grikkja hafa afhjúpað ótrúlega mikla og almenna spillingu sem þrifist hefur í landinu áratugum saman.
Hugkvæmnin á bak við sumt af því er einstæð, samanber það að tugþúsundum saman taki fólk við lífeyri foreldra sinna í mörg ár eftir að þau hafa látist.
Þegar Grikkir gengu í ESB voru sendir eftirlitsmenn til að reyna að skyggnast á bak við tjöldin og finna þessa spillingu, svo sem umfangsmikil skattsvik.
Ein sagan af því er sú að þeir komu niður á stóra baðströnd þar sem krökkt var af sólstólaleigum.
Byrjað var á því að taka stikkprufu hjá einum leigusalanum og reyndist það tafsamt verk. Þegar því var lokið og ljóst var að viðkomandi fyrirtæki stundaði nær 100% skattsvik átti að ganga á röðina.
Þá brá svo við að allar sólstólaleigurnar voru horfnar og ströndin nær auð!
Nú verður spennandi að fylgjast með því hvernig þinginu gengur að koma einhverjum böndum á hina landlægu óráðsíu.
Ef það tekst ekki verður til lítils að lofa þingið á sama tíma og öll hegðunin og spillingarkerfið verður áfram jafn hræðilegt.
![]() |
Ráðamenn lofa gríska þingið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.6.2011 | 07:17
"...og Náttfari var klár..."
Ég var í sveit á Norðurlandi í æsku og kynntist íslenska hestinum þar. Kynni mín af honum voru þó ekki fullkomnuð fyrr en á landsmóti hestamanna á Vindheimamelum 1972 og þau kristölluðust í því ógleymanlega augnabliki þegar stjarna mótsins, Náttfari, þaut rétt framhjá mér, þar sem ég hafði fengið leyfi til að vera við brautina við myndatökur.
Vindheimamelar eru rétti staðurinn til að slegin séu heimsmet og enn í dag er straumur um mig við tilhugsunina um þá tign og fegurð sem íslenski hesturinn býr yfir og hreif mig í skagfirsku umhverfi fyrir 39 árum.
Þótt erfitt væri að velja atriði í lagið "Í þá gömlu góðu daga..." sem gætu verið brot í heildarmynd áranna 1950-2008, varð íslenski hesturinn að komast þar inn en helst þannig, að fleira hengi á spýtunni.
Þá var það hvalreki þegar fjallað var í einu erindi um áttunda áratuginn, að í Reykjavík var á ferli á tímabili einhver skæðasti og klárasti innbrotsþjófur Íslandssögunnar, sem hlaut heitið "Náttfari", en hann náðist aldrei þótt hann væri afkastamikill.
Þess vegna hafði það þrefalda merkingu og þrefalt gildi að nota orðin "Náttfari var klár" í eftirfarandi erindi:
"Í þá gömlu góðu daga er Ómar hafði´enn eitthvað hár
og Hannibal var ráðherra og Náttfari var klár..."
Orðin "Náttfari var klár..." þýddu þrennt:
Hesturinn Náttfari var snjall (klár)
Hesturinn Náttfari var klár (hestur)
Innbrotsþjófurinn Náttfari var snjall ("klár")
![]() |
Spuni með heimsmet |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)