Efni í magnaða kvikmynd.

Sagan af hollensku konunni, sem myrti mann fyrir 65 árum, er afar dramatísk svo ekki sé meira sagt.

Mig grunar að fyrr eða síðar verði skrifuð bók eða gerð kvikmynd um þessa mögnuðu sögu. 

Bendi á bloggpistil um þessa frétt sem tengir hana við skrif Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem vekja spurningar um, niður á hvaða plan umræða hér á landi getur komist. 

 

P. S.  Nú sé ég, fimm mínútum eftir að ég skrifaði ofangreindan pistil, að bloggið, sem tengt var við fréttina, hefur verið rifið úr tengslum við fréttina eftir að mitt blogg kom fram, og situr það nú eitt eftir tengt við fréttina.

Sömuleiðis finn ég ekki lengur þann pistil Hannesar Hólmsteins, sem bloggpistillinn vitnaði í og tengdi sig við. 

Ég hafði nefnilega gleymt að leggja á minnið nafn bloggarans sem tengdi blogg sitt við pistil Hannesar, og ætlaði að kíkja aftur á nefndan pistil og kynna mér það. En þá var hann horfinn.

Hvað gerðist á þessum fímm mínútum?  Miðað við það hvað stóð í þeim pistli Hannesar, sem nefndur var og tengt í, getur ýmislegt komið til greina.

Hafi Hannes sjálfur þurrkað út það, sem sýnt var fyrir fimm mínútum, er hann maður að meiri að mínum dómi og málið dautt af minni hálfu, þótt margir kynnu að segja að Hannes ætti að biðjast afsökunar eins og drenglyndir menn gera í svona tilfellum.

En hafi þessi útþurrkun orðið af öðrum völdum væri gaman að fá að vita, hvernig það gerðist og hvers vegna. Ég gat ekki séð að viðkomandi bloggari, sem ég man ekki nafnið á, hefði falsað tengingu sína í pistil Hannesar eða falsað pistil hans, en hafi hann gert það, eru það forkastanleg vinnubrögð. 

Gaman væri að vita, hvort fleiri en ég sáu þá pistla, sem ég hef gert að umtalsefni. 

 

P. S. nr 2: 

Nú er þetta að verða að framhaldssögu, sem mig óraði aldrei fyrir þegar ég skrifaði hinn stutta og knappa pistil hér fyrir ofan. Í ljós kemur að pistill Hannesar Hólmsteins, sem vitnað er til, er á pressan.is þegar þetta er skrifað.  Hann hefur hvorki tekið hann út né beðist afsökunar á honum og stendur þá væntanlega við orð sín. 

Ég hef áður bloggað um mál Geirs H. Haarde þess efnis að eins og málum væri komið, ætti hann að fá um frjálst höfuð að strjúka. Hann hefur hagað málsvörn sinni drengilega og af hyggindum. 

En hann virðist eiga að minnsta kosti einn "vin" sem gerir það að verkum að hann þarf ekki að eiga óvini

Hannes Hólmsteinn hefði átt að lofa Geir að vera í friði við að haga sinni málsvörn í stað þess að vera að túlka orð hans eins og hann gerir í hinum dæmalausa pistli sínum, en málflutningur á þessu plani gerir að mínum dómi ekkert annað en að skemma fyrir málstað Geirs.

Nú liggur líka ljóst fyrir að pistill bloggarans, sem ég las í morgun, virðist hafa verið fjarlægður til þess að víkja frá athugasemd, sem gagnrýndi Hannes Hólmstein fyrir pistil sinn. 

Það sem ég man úr pistlinum en fékk ekki tækifæri til að taka niður nánar, var fyrirsögn eitthvað á þá leið hvort þetta væri maðurinn, sem við ættum að trúa fyrir að kenna börnum okkar. 

Síðan var pistill Hannesar sýndur.  Hugsanlega kann fyrirsögnin að hafa verið túlkuð þröngt sem atvinnurógur og pistillinn þess vegna fjarlægður. 

Ef svo er að þessi pistill var svona forkastanlegur, hvað má þá segja um pistil Hannesar Hólmsteins?

Það geta menn dæmt um með því að lesa hann á pressan. is, svo framarlega sem hann stendur þar enn.


mbl.is Morð upplýst eftir 65 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orsökin verður að finnast.

Eitthvað hlýtur að valda viðkomubresti sandsíla. En hvað er það?

Í Kastljósi um daginn var athyglisverður pistill um súrnun sjávar af mannavöldum. Varla er það hún sem veldur þessum breytingum?  Eða hvað? 

Í nokkur ár ríkti tregða gegn því að draga stórlega úr veiðum á sjófugli, hvað þá að minnast mætti á það að hætta þeim alveg. 

Varla hafa áframhaldandi veiðar styrkt stofninn? 

Á Vestfjörðum eru þrjú stærstu fuglabjörg Evrópu. 

Írar lokka til sín tugþúsundur ferðamanna með því að ljúga því til að á vesturströndinni þar sé stærsta fuglabjarg Evrópu. 

En með sama áframhaldi verður þessi fullyrðing þeirra kannski að sannleika. 

Hvernig væri að athuga um afkomu fugla í Færeyjum og á vesturströnd Írlands. 

Er eitthvað svipað að gerast þar?  Eða er þetta einsdæmi, sem er að gerast hér á landi? 

Það er ógleymanleg upplifun og nautn að komast í tæri við fuglabjörgin stóru eða lundabyggðirnar í Vestmannaeyjum. 

Ef menn endilerga vilja meta allt til peninga er slík upplifun peninga virði. Þess vegna er það mikilvægt að fara í harða rannsókn á því hvað er að gerast í lífríkinu við Íslandsstrendur. 


mbl.is Kreppa í Krýsuvíkurbjargi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband