25.7.2011 | 23:50
Stalín: "Einn er morð, milljón er tala".
Haft er Jósef Stalín þegar tal barst að múgmorðum: "Að drepa einn mann er morð, - að drepa milljón er tala."
Kannski var eitthvað þessu líkt í huga Breiviks þegar hann þyrmdi einstaklingum, sem báðu sér griða en sallaði niður fjölda fólks með köldu blóði.
Þetta rímar við það að á fyrstu áratugunum eftir síðari heimsstyrjöldina voru sýndar margar heimildarmyndir um Helförina þar sem birtar voru tölur um milljónir fórnarlamba og sýndir haugar af líkum.
Engin þeirra hafði þó viðlíka áhrif og framhaldsmyndaflokkurinn um Helförina þar sem fylgst var með gyðingafjölskyldu. Það höfðaði betur til fólks og var sterkara.
Ég tel að Geysisslysið á sínum tíma hafi haft jafn gríðarleg áhrif á alla þálifandi og raun bar vitni vegna þess að þeir sem týndir voru, voru "hæfilega fáir".
Strax á fyrsta degi þekkti öll þjóðin hina týndu með nafni og í fámennu landi kunningsskapar og vensla orkuðu örlög hvers flugliða um borð í Geysi enn sterkar á fólk.
![]() |
Sá 11 ára dreng biðja sér griða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2011 | 23:35
Sumir hafa þetta, - aðrir ekki.
Adolf Hitler hafði fágæta hæfileika til að gera fólk að máttlausum verkfærum í návist sinni.
Sagt er að Rasputin hafi haft svipuð áhrif á rússnesku keisarafjölskylduna.
Svo mikið var þetta vald Hitlers, að þegar þýska herforingjaráðið sendi Von Brauchitsch á fund Hitler til að tilkynna honum að herforingjaráðið teldi það algert óráð að fara út í stríð, kom Von Brauchitsch út af fundinum sem niðurbrotinn maður, svo gersamlega hafði Hitler valtað yfir hann.
Foringinn sneri taflinu við á augabragði í viðtali þeirra svo að engum vörnum varð við komið og sló öll vopn úr hendi hans.
Von Brauchitsch glúpnaði fyrir hinu dáleiðandi augnaráði og gagnsókn Hitlers sem skall á honum eins og hvirfilbylur.
Dáleiðandi persónutöfrar geta orðið til góðs í höndum góðra manna en að sama skapi falið í sér djöfullegt ægivald eins og hjá Hitler og Breivik.
![]() |
Segir Breivik hafa verið dáleiðandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.7.2011 | 23:25
Norskur Lee Harvey Oswald ?
Sagt er að Anders Breivik hafi legið löngum yfir tölvuleikjum og kvikmyndum. Hann sé greindur og hafi mikið ímyndunarafl.
Hann virðist því lifa að mörgu leyti í sýndarveruleika og hafa undarlegar hugmyndir.
Vafalaust hefur hann kynnt sér ódæðismenn á borð við Lee Harvey Oswald, sem Jack Ruby skaut í beinni útsendingu í sjónvarpi, og sett sig í spor Oswalds.
Við eigum vafalaust eftir að kynnast fleiru af þessu tagi í fari þessa hræðilega manns.
![]() |
Bjóst við að verða skotinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2011 | 13:55
Hróp að grundvallaratriði réttarfarsins.
Ævinlega þegar ódæðismenn eins og Breivik eiga í hlut rís krafan um afgreiðslu málsins án dóms og laga.
Grundvallaratriðið í vestrænu réttarfari er að allir sakborningar, burtséð frá málavöxtum, fái sams konar málsmeðferð, þar sem sækjandi og verjandi hafa jafnstöðu til að sækja og verjast.
Breivik vill þetta vestræna réttarfar feigt og valda sem mestu uppnámi. Það tekst honum ef af heift og hatri er ráðist að verjanda hans.
Við þekkjum það frá löndum, þar sem lýðræðislegt réttarfar á undir högg að sækja og ofbeldismenn sækja að því, að þeir reyna að hræða dómara og verjendur og þvinga þá til að beygja sig fyrir ofbeldinu.
Þannig vilja þeir sprengja allt upp og koma sínu fram.
![]() |
Dómþinginu lokið í Ósló |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2011 | 10:43
Brutus, John Wilkes Booth, Lee Harvey Oswald og kó.
Brutus, John Wilkes Booth, Lee Harvey Oswald, Sirhan Sirhan og Anders Behring Breivik, - hvað eiga þessir menn sameiginlegt?
Þeir eiga það sameiginlegt að enginn, hvorki samtíðarmenn þeirra né kynslóðirnar á eftir þeim, hefðu haft hugmynd um að þeir hefðu verið til ef þeir hefðu lifað venjulegu lífi. Allmargir samtíðarmenn þekktu Brutus og John Wilkes Booth en ekki hina.
En þeir eiga það sameiginlegt að hafa heillast af þeirri hugmynd að drepa þekkta persónur, Sesar, Abraham Lincoln, John F. Kennedy, Robert Kennedy og Gro Harlem Brundtland.
Þar með tryggðu þeir sér það að nöfn þeirra yrðu rituð í sögubækurnar.
Breivik virðist hafa haft það höfuðtakmark að drepa sem allra flesta af hugsanlegum leiðtogum framtíðarinnar, en nú kemur í ljós að hann hugsaði jafnframt á svipaðan hátt og þeir Brutus, Booth, Oswald og Sirhan.
![]() |
Ætlaði að ráðast á Gro Harlem |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)