Sumir hafa þetta, - aðrir ekki.

Adolf Hitler hafði fágæta hæfileika til að gera fólk að máttlausum verkfærum í návist sinni.

Sagt er að Rasputin hafi haft svipuð áhrif á rússnesku keisarafjölskylduna.

Svo mikið var þetta vald Hitlers, að þegar þýska herforingjaráðið sendi Von Brauchitsch á fund Hitler til að tilkynna honum að herforingjaráðið teldi það algert óráð að fara út í stríð, kom Von Brauchitsch út af fundinum sem niðurbrotinn maður, svo gersamlega hafði Hitler valtað yfir hann.

Foringinn sneri taflinu við á augabragði í viðtali þeirra svo að engum vörnum varð við komið og sló öll vopn úr hendi hans.

Von Brauchitsch glúpnaði fyrir hinu dáleiðandi augnaráði og gagnsókn Hitlers sem skall á honum eins og hvirfilbylur.

Dáleiðandi persónutöfrar geta orðið til góðs í höndum góðra manna en að sama skapi falið í sér djöfullegt ægivald eins og hjá Hitler og Breivik.


mbl.is Segir Breivik hafa verið dáleiðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hitler hafði líka Keitel sem hægri hönd, og sá var ískaldur skratti.

Þegar yfirmaður þýsku leyniþjónustunnar (Abwehr), aðmírállinn Wilhelm Canaris, komst að því hvað sérsveitir SS voru að aðhafastrétt í kjölfar víglínunnar í Póllandi 1939 (fjöldamorð á almennum borgurum), fór hann ævareiður á fund Hitlers. Það varð ekkert úr fundi, Keitel stoppaði hann með þeim orðum að allar þessar gjörðir væru skv. fyrirskipun og samþykki foringjans, og þeir sem gegn því færu myndu enda illa.

Canaris var greindur, - hann bakkaði, en vann eftir það gegn Hitler. Hann var einn af mörgum bak við sprengjutilræðið sem næstum banaði Hitler, og er grunaður um að hafa lætt réttum upplýsingum til leyniþjónustu Breta, - en þau skjöl eiga enn nokkuð mörg ár í að fá almannasýn.

Nasistar komust að einhverjum verknuðum hans seinna meir, og hann var hengdur rétt við víglínu bandamanna 1945.

Það voru þó nokkrir sem létu Hitler ekki blöffa sig. Einn var Churchill, sem skilgreindi hann strax fyrir það sem hann var. Knut Hamsun var eitthvað villtur vegar um tíma í pólitíkinni, en þegar að sá gamli náði áttum, þá tættist hann í Hitler svo að um munaði.

Franco sýndi honum hroka og lúmskt yfirlæti, enda ósvífinn andskoti sjálfur.

Sjálfur þekkti ég mann sem böggaði Hitler persónulega. Ég skal skjóta því inn seinna.

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 12:18

2 identicon

Er nokkur ástæða til að halda að Breivik hafi til að bera  "dáleiðandi persónutöfra" þó einhver ónafngreindur (að eigin ósk) forustumaður í English Defence League (!) segi hann hafa haft "dáleiðandi áhrif"?

Agla (IP-tala skráð) 26.7.2011 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband