Alger sérstaða Vestfjarða.

Vestfirðir eru sá hluti landsins sem verst er settur í samgöngumálum, sem eru langmikilvægasti málaflokkurinn varðandi það að halda uppi nútímalegu samfélagi með þeirri þjónustu og aðstöðu sem það krefst.

Vestfirðir eru eini landshlutinn sem ekki er með flugvöll, sem hægt er að fljúga til í myrkri. Þetta er sérstaklega bagalegt í svartasta skammdeginu og í raun algerlega óviðunandi.

Ofan á þetta bætist að á veturna er ófært landleiðina á milli tveggja helstu kjarna landshlutarins nema að aka upp undir 700 kílómetra langa leið á milli þeirra í stað þess að fjarlægðin er innan við 200 kílómetrar ef fært væri á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.

Það er því svo sannarlega tímabært að innanríkisráðherra kynni sér samgöngumálin í þessum afskipta landshluta.


mbl.is Ögmundur kynnir sér vestfirska vegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugvöllur á réttum stað.

Núverandi Reykjavíkurflugvöllur er fjóra kílómetra frá stærstu krossgötum landsins og þar með höfuðborgarsvæðisins, en þær eru í kringum Elliðaárdal.

Hólmsheiði er álíka langt frá þessum krossgötum. Af þessum sökum er fráleitt að færa flugvöllinn upp á Hólmsheiði. Auk þess eru veðurskilyrði þar mun verri en á núverandi flugvallarstæði.

Flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur lengir ferðaleið þess sem fer fram og til baka milli Akureyrar og Reykjavíkur um 164 kílómetra alls. Síðan hvenær telst slíkt vera framfarir í samgöngumálum?

Núverandi Reykjavíkurflugvöllur tekur álíka mikið rými og Reykjavíkurhöfn.

Myndi nokkrum manni detta í hug að leggja höfnina niður og reisa þar íbúðabyggð og gera í staðinn nýja höfn Skerjafjarðarmegin?

Eða að fara með allar skipasamgöngur Reykjavíkur suður til Njarðvíkur?

Miklabrautin ein tekur rými á við hálfan flugvöll. Dettur mönnum í hug að reisa þar íbúðabyggð af því að landið sé svo verðmætt sem brautin stendur á?

Vegir, hafnir og flugvellir eru æðakerfi og forsenda byggðar. Þessi mannvirki taka óhjákvæmilega rými.

Miðja samgangna Reykjavíkur og þar með landsins alls getur aldrei orðið við Reykjavíkurtjörn, úti á nesi um fimm kílómetra frá stærstu krossgötunum.

Hið hlálega er að Reykjavíkurflugvöllur á núverandi stað er eina samgöngumannvirkið sem beinir  þó straumi fólks inn á það svæði.

Reykjavík byggðist upphaflega við þær krossgötur sem voru á sínum tíma þar sem siglingaleið mætti landleið við gömlu Reykjavíkurhöfnina. Þangað komu dönsku konungarnir, Þorbergur og Laxness.

Þetta er löngu liðin tíð.

Vegna þess að það tekur aðeins rúma hálfa klukkustund að fara milli Akureyrar og Reykjavíkur er Akureyri í raun á atvinnusvæði Reykjavíkur líkt og Akranes, Borgarnes, Árborg og Suðurnes.

Með því að flytja flugið til Suðurnesja yrði í raun verið að henda sautján þúsund íbúa úthverfi borgarinnar í burtu.  

Flutningur innanlandsflugs til Suðurnesja jafngildir því í kílómetrum að skylda hvern Akurnesing eða Borgnesing til að aka fjórum sinnum fyrir Hvalfjörðinn á leið sinni fram og til baka til Reykjavíkur.

Borgir byggjast á samgöngum, greiðum og góðum, og þær byggjast nær alltaf við krossgötur.

Flugið er þráðurinn að ofan fyrir Reykjavík svo notuð sé samlíking við söguna um köngulóna.

Það er vel að hafa samgönguráðherra sem gerir sér grein fyrir þessu.

Breyta má og bæta Reykjavíkurflugvöll þegar tækifæri gefst, lengja austur-vestur brautina og leggja núverandi norður-suður braut niður en leggja aðra styttri frá brautarmótum og suður hjá núverandi olíustöð í Skerjafirði.

Við það myndi flugvöllurinn í raun hverfa úr gömlu miðborginni og losna rými fyrir húsabyggð, því að austur-vestur brautin yrði aðalbraut vallarins og litla norður-suður brautin aðeins notuð í hvössum sunnan- eða norðanáttum.

Slíkur Reykjavíkurflugvöllur yrði ekki lengur í Vatnsmýrinni heldur eingöngu á Skildinganesmelum og í Skerjafirði, því að eins og nú er, eru aðeins 30% vallarins í Vatnsmýri.


mbl.is Hætt við nýjan flugvöll á Hólmsheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júlí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband