Sumt er verra en morð.

Pyndingar og hótanir um líflát geta verið svo illskeyttar að þær eru í raun verra en morð.  Langvarandi kvalir fórnarlamba illmenna geta orðið svo svakalegar að illvirkin taka morði fram.

Þegar svo er komið að fórnarlambið óskar sér þess frekar að vera drepið en að þola kvalirnar áfram er illvirkinn kominn lengra í illsku sinni en þótt hann væri morðingi.

Þetta þarf að hafa í huga þegar fengist er við mál af þessu tagi.  


mbl.is Bjóst ekki við að lifa af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt að setja sig í þessi spor fyrirfram.

Á lífsleiðinni reyna flestir að búar sig undir það að taka áföllum með því að kynna sér hvernig best megi komast frá þeim. Þetta getur að vísu hjálpað til við að takast á við mikinn missi eða sorg, en líklega er það oftast þannig að viðkomandi áttar sig á því að engin leið er að komast út úr áfallinu án þess að þjást og finna til.

Sumt er einfaldlega þannig að það er ekki hægt að komast í gegnum það eins og ekkert sé. 

Það má líkja þessu við það að sleginn eða verða fyrir höggi sem kostar beinbrot eða meiðsli. 

Þá er með engu móti hægt að komast hjá því að finna fyrir sársaukanum og þurfa að fást við hann. 

Þetta er ekki spurningin um að losna við óþægindin og erfiðleikana heldur að takast á við þau af eins miklu æðruleysi og kjarki og unnt er. En engin töfrabrögð eru til sem gera þetta fyrirhafnar- eða sársaukalaust. 


mbl.is Engin sorgarviðbrögð óeðlileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukið hlutverk þingsins kostar aukna vinnu.

Áratugum saman hefur hallast æ meira á á milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins varðandi völd og áhrif og þingið hefur að miklu leyti orðið að afgreiðslustofnun fyrir ráðherra og ríkisstjórn. 

Valddreifing og valdtemprun eru nauðsynleg til að koma í veg fyrir þennan halla, sem var ein af ástæðum Hrunsins eins og vel kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 

Í frumvarpi Stjórnlagaráðs eru á margskonar hátt reynt að koma á þeirr valddreifingu og valdtemprun  sem er forsenda þess að bestu kostir lýðræðisins fái að njóta sín.

Eitt atriðið er að gera ráð fyrir stórauknu hlutverki þingsins, forseta þess og þingnefnda.

Lagt er til að ráðherrar víki af þingi meðan þeir gegna ráðherraembætti, enda veldur núverandi skipan því að 10-12 þingmenn hverju sinni séu óvirkir í nefndastarfi þingsins, en bæði á þingi og í sveitarstjórnum felst vinna hinna lýðræðislegu fulltrúa að mestu leyti í nefndastörfum.

Ég var einn þeirra ráðsmanna sem vildi í samræmi við þetta fækka þingmönnum eitthvað, til dæmis niður í 57 til 59 úr því að nú yrðu allir þingmenn fullvirkir í starfi þingsins. 

Ástæðan fyrir því að þessi leið var ekki farin var rökstudd með því að með stórauknu vægi og starfi fastanefnda og annarra nefnda á vegum þingsins væri starfið aukið að mun.

Bent var á það sem dæmi að nú þegar væri utanríkisnefnd þingsins upp fyrir haus í verkefnum vegna aukinna krafna um starf hennar. 

Til lítils væri að fækka þingmönnum ef það yrði til þess að óhjákvæmilegt starf þeirra yrði fært á hendur embættismanna og kunnáttumanna úti í bæ, sem ekki hefðu lýðræðislegt umboð til að vinna verkin. 

Benda má líka á það að í Reykjavík eru miklu færri borgarfulltrúar en í sambærilegum borgum erlendis. 

Afleiðingin hefur orðið sú að mjög stór hluti starfs borgarstjórnar hefur færst á hendur varaborgarfulltrúa, og þeir duglegustu í þeirra hópi þar með orðið ígildi aðaðborgarfulltrúa. 

Um þetta voru og eru skiptar skoðanir en ég er hér að setja fram helstu rök og gagnrök í þessu máli, lesendum þessarar bloggsíðu til fróðleiks. 

 


mbl.is Annir hjá þingnefndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið þokast í Írak.

Lítið þokast í þá átt að tryggja frið og öryggi í Írak eins og var markmiðið í orði kveðnu þegar Bandaríkjamenn og Bretar réðust á landið. Samt eru liðin átta ár síðan.

Ástæðan er einföld og sést ef við snúum dæminu við og segðum sem svo að í Bandaríkjunum hefði einræðisherra komist til valda og Arabar gert innrás fyrir átta árum til að "tryggja þar frið og öryggi." 

Ef þar væru enn hátt álíka margir arabískir hermenn hlutfallslega miðað við fólksfjölda, eða hátt í milljón manna lið, (Bandaríkjamenn eru tíu sinnum fleiri en Írakar) væri það ekkert undarlegt að enn væri órói meðal þeirra Bandaríkjamanna sem ættu erfitt með að sætta sig við slíkt ástand.


mbl.is Sprengdi sig inni í mosku í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband