Aukið hlutverk þingsins kostar aukna vinnu.

Áratugum saman hefur hallast æ meira á á milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins varðandi völd og áhrif og þingið hefur að miklu leyti orðið að afgreiðslustofnun fyrir ráðherra og ríkisstjórn. 

Valddreifing og valdtemprun eru nauðsynleg til að koma í veg fyrir þennan halla, sem var ein af ástæðum Hrunsins eins og vel kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 

Í frumvarpi Stjórnlagaráðs eru á margskonar hátt reynt að koma á þeirr valddreifingu og valdtemprun  sem er forsenda þess að bestu kostir lýðræðisins fái að njóta sín.

Eitt atriðið er að gera ráð fyrir stórauknu hlutverki þingsins, forseta þess og þingnefnda.

Lagt er til að ráðherrar víki af þingi meðan þeir gegna ráðherraembætti, enda veldur núverandi skipan því að 10-12 þingmenn hverju sinni séu óvirkir í nefndastarfi þingsins, en bæði á þingi og í sveitarstjórnum felst vinna hinna lýðræðislegu fulltrúa að mestu leyti í nefndastörfum.

Ég var einn þeirra ráðsmanna sem vildi í samræmi við þetta fækka þingmönnum eitthvað, til dæmis niður í 57 til 59 úr því að nú yrðu allir þingmenn fullvirkir í starfi þingsins. 

Ástæðan fyrir því að þessi leið var ekki farin var rökstudd með því að með stórauknu vægi og starfi fastanefnda og annarra nefnda á vegum þingsins væri starfið aukið að mun.

Bent var á það sem dæmi að nú þegar væri utanríkisnefnd þingsins upp fyrir haus í verkefnum vegna aukinna krafna um starf hennar. 

Til lítils væri að fækka þingmönnum ef það yrði til þess að óhjákvæmilegt starf þeirra yrði fært á hendur embættismanna og kunnáttumanna úti í bæ, sem ekki hefðu lýðræðislegt umboð til að vinna verkin. 

Benda má líka á það að í Reykjavík eru miklu færri borgarfulltrúar en í sambærilegum borgum erlendis. 

Afleiðingin hefur orðið sú að mjög stór hluti starfs borgarstjórnar hefur færst á hendur varaborgarfulltrúa, og þeir duglegustu í þeirra hópi þar með orðið ígildi aðaðborgarfulltrúa. 

Um þetta voru og eru skiptar skoðanir en ég er hér að setja fram helstu rök og gagnrök í þessu máli, lesendum þessarar bloggsíðu til fróðleiks. 

 


mbl.is Annir hjá þingnefndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband