Hvenær skyldum við skilja þetta sjálf?

Í vandaðri bók um 100 undur veraldar voru rúmlega 40 náttúrugerð. Sjö þeirra voru í Evrópu og aðeins tvö á Norðurlöndum, norsku firðirnig og hinn eldvirki hluti Íslands.

Hinn eldvirki hluti Íslands gengur í gegnum miðju þess og blágrýtisbeltin sitt hvorum megin gera ekkert annað en að auka á gildi landsins í heild. 

Þess má geta að Yellowstone, frægasti þjóðgarður heims, með öllum sínum gríðarlegu hversvæðum og fossum, komst ekki á blað í þessari bók, - hinn eldvirki hluti Íslands tók honum langt fram. 

Af hverju er ég að nú að taka þetta fram hér á bloggsíðunni, einu sinni enn?  Af því að það er eins og við viljum ekki kannast við þetta sjálf, þótt erlent kunnáttufólk í fremst röð sjái þetta og viðurkenni. 

Av hverju viljum við ekki kannast við þetta samt?  Af því að það kann að trufla eitthvað þá áráttu okkar að göslast áfram við að gera þetta einstæða land að samansafni iðnaðarsvæða frá stranda á millum. 

Því að virkjansvæði eins og Kárahnjúkasvæðið og Hellisheiðarsvæðið eru einfaldlega iðnaðarsvæði, ekki þær ósnortnu og einstæðu náttúrugersemar sem að heimsins bestu manna yfirsýn gerir land okkar "dýrgrip mannkynsins, sem okkur er fenginn að láni." 


mbl.is Ísland er að öllu leyti einstakt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekkt fyrirbæri.

Í hve mörgum skáldsögum, kvikmyndum og í raunveruleikanum hefur það ekki gerst, að einstaklingur hefur orðið að beygja sig fyrir veldi yfirboðara síns eða valdamönnum og draga til baka framburð sinn?

Dæmin skipta vafalaust þúsundum, einnig dæmi um það hvernig mönnum, sem ekki mökkuðu rétt, var refsað. 

Ég minnist þess þegar Magnús Þór Hafsteinsson og Friðþjófur Helgason kvikmynduðu brottkast og öll gögn og framburðir hnigu í sömu átt. 

En smám saman var eins og ósýnileg hönd sneri upp á sjómennina og framburður þeirra dofnaði og gufaði að lokum að mestu upp. 

Vorið 1986 tók ég fyrsta viðtalið, sem tekið var um brottkast eftir að kvótakerfið var innleitt og það var flutt í fréttum Sjónvarpsins og síðar nánar í þættinum "Á líðandi stundu". 

Daginn eftir var sjómaðurinn látinn taka pokann sinn. 

Því miður frétti ég ekki af því strax og hefði átt að fylgjast með honum þegar í stað. 

Það var í mörg horn að líta og einhvern veginn fór það svo að aldrei var sagt frá því að vitni mitt hefði verið rekið og tekin af því atvinnan. 

Eftir á að hyggja sé ég að það hefði verið jafnvel sterkari frétt ein viðtalið, sem varð viðmælanda mínum svona dýrkeypt.

Ég hef alla tíð síðan séð eftir því að hafa ekki sýnt meiri eftirfylgni þegar í stað og þetta er eitt af því af fréttamannsferli mínum sem miður fór. 


mbl.is Foringi Black Pistons verndaður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tiltölulega einföld tækni getur stórbætt viðbrögð.

Hægt hefði verið að stórminnka truflanir af völdum eldgosanna í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum ef fjölbreyttari mælitækni hefði verið notuð en tölvulíkan í London.

Þetta sýndi einn og hálfur sólarhringur í gosinu í vor þegar hægt var að halda flugvöllum á vestanverðu Íslandi opnum með því að fljúga aftur og aftur á ódýran og einfaldan hátt á lítilli flugvél Sverris Þóroddssonar  með mælitæki, sem Jónas Elíasson hannaði og þeir félagar komu síðan fyrir í flugvélinni.

Stirðbusaháttur kerfisins kom fram í því að allan þann tíma sem þurfti þetta flug til að uppfylla kröfu um "hafa pappír upp á það" að engin aska væri vestan Reykjanesskagans hefði verið hægt að senda með nútímatækni ljósmyndir til Bretlands og jafnvel lofa möppudýrunum þar að sjá beint í gegnum farsíma hvernig himinninn var heiður og blár og skyggni meira en 150 kílómetrar á því svæði þar sem krafist var talna á pappír.

Við skiptumst á að fljúga þessi mælingaflug, ég og Þóroddur Sverrisson, sonur Sverris, og þetta var með þvi óvenjulegra sem ég hef lent í um ævina, - varð að fá leyfi frá störfum í Stjórnlagaráði til þess að halda íslensku flugvöllunum opnum! 

Ég hef áður greint nánar frá þessu máli og aðdraganda þess hér á bloggsíðunni og vísa til þess.  


mbl.is Ræddu viðbrögð við öskuskýjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. ágúst 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband