Þekkt fyrirbæri.

Í hve mörgum skáldsögum, kvikmyndum og í raunveruleikanum hefur það ekki gerst, að einstaklingur hefur orðið að beygja sig fyrir veldi yfirboðara síns eða valdamönnum og draga til baka framburð sinn?

Dæmin skipta vafalaust þúsundum, einnig dæmi um það hvernig mönnum, sem ekki mökkuðu rétt, var refsað. 

Ég minnist þess þegar Magnús Þór Hafsteinsson og Friðþjófur Helgason kvikmynduðu brottkast og öll gögn og framburðir hnigu í sömu átt. 

En smám saman var eins og ósýnileg hönd sneri upp á sjómennina og framburður þeirra dofnaði og gufaði að lokum að mestu upp. 

Vorið 1986 tók ég fyrsta viðtalið, sem tekið var um brottkast eftir að kvótakerfið var innleitt og það var flutt í fréttum Sjónvarpsins og síðar nánar í þættinum "Á líðandi stundu". 

Daginn eftir var sjómaðurinn látinn taka pokann sinn. 

Því miður frétti ég ekki af því strax og hefði átt að fylgjast með honum þegar í stað. 

Það var í mörg horn að líta og einhvern veginn fór það svo að aldrei var sagt frá því að vitni mitt hefði verið rekið og tekin af því atvinnan. 

Eftir á að hyggja sé ég að það hefði verið jafnvel sterkari frétt ein viðtalið, sem varð viðmælanda mínum svona dýrkeypt.

Ég hef alla tíð síðan séð eftir því að hafa ekki sýnt meiri eftirfylgni þegar í stað og þetta er eitt af því af fréttamannsferli mínum sem miður fór. 


mbl.is Foringi Black Pistons verndaður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Spilling af ýmsu tagi hefur tíðkast allt of lengi. Mörg dæmi mætti taka til og myndi það verða langur listi ef vinna væri lögð í að tína allt til.

Mér fannst einkennilegt fyrstu viðbrögð eftir að eg skrifaði um nauðsyn þess að stjórnmálafokkar á Íslandi ættu að gera opinbera grein fyrir uppruna og notum þess fjá sem þeir hefðu undir höndum. Mér var meira að segja sagt að þetta kæmi engum við og væri einkamál flokkanna!

Auðvitað leit eg á þessi viðhorf sem staðfestingu á að ástæða væri að skrifa meira um þessi mál. Boltinn fór af stað og sett voru lög um fjármál flokkanna.

Kannski ætti að vera sérstakur kafli um stjórnmálaflokka í stjórnarskrá.

Góðar stundir

Staddur að Smyrlabjörgum í Suðursveit

Guðjón Jensson

Guðjón Sigþór Jensson, 30.8.2011 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband