5.8.2011 | 23:43
"Örbíla-naumhyggjusafn" er draumurinn.
Við siglum inn í öld samdráttar og nýtni, sem mun óhjákvæmilega vaxa af hreinni nauðsyn í kjölfar bruðls mannkynsins með auðlindir jarðar.
Aðeins tvö örbílasöfn er að finna á netinu, annað í Austurríki og hitt í Georgíu í Bandaríkjunum.
Síðustu þrettán ár hafa safnast fyrir hjá mér allmargir örbílar og bílar, sem standast þær kröfur sem ég mun geta til naumhyggjusafns, þ. e. bílar sem hafa verið eða eru ódýrastir.

bóluárunum gaf fólk mér þessa bíla marga hverja, því að það var ekki "in" að láta sjá sig á öðru en nýjum og fínum bílum.
Á morgun er í ráði að fara á einum þeirra, minnsta Mini í heimi, í Gleðigönguna. Ef hægt yrði að koma upp örbíla-naumhyggjusafni má telja líklegt að ferðamenn muni vilja skoða það.
Það eina sem vantar er hentugt húsnæði, sem enn hefur ekki fundist.
![]() |
Smámunasafn kúnstugs safnara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.8.2011 kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.8.2011 | 15:26
Jarðvegur hatursins.
Það er þekkt fyrirbæri að efnahagssamdráttur og kreppa eykur á úlfúð, deilur, hatur og illvirki og magnar upp stríðshættu.
Þetta gerðist á Sturlungaöld og þess vegna var þá meiri ófriður á Íslandi og fleiri níðingsverk unnin en á nokkrum öðrum tíma í sögu landsins.
Ef efnahagur Vesturlanda hefði haldið áfram að blómgast eftir Locarnosamningana við Þýskaland á þriðja áratugnum hefði Hitler varla fengið þá fótfestu sem hann fékk.
Nasistarnir nærðust á hatursáróðri og fordómum.
Þótt færa megi að því rök að flesir verstu illvirkjar mannkyns myndu fremja voðaverk sín, hvernig sem umhverfisaðstæður eru, verður því ekki neitað að jarðvegurinn fyrir þá marga eru fordómar, hatur og heift.
Þann jarðveg hefur verið að finna í röðum margra stuðningsmanna nýrra hreyfinga í Evrópu sem vilja skera upp herör gegn því þjóðfélagi jöfnuðar, mannréttinda, samkenndar og umburðarlyndis sem ríkt hefur á Norðurlöndum.
Jussi Halla-Aho jafnar saman hatursáróðri sínum og boðskap Kóransins og kemur þannig upp um fáfræði sína og fordóma, því að þessari fullyðingu hans má hvergi finna stað í Kóraninum.
Hann hefur líkt innflytjendum við verstu glæpamenn okkar samtíma og gengið í því efni lengra en Hitler, sem líkti Gyðingum við rottur og sníkjudýr en gekk aldrei svo langt að segja að þeir væru versta tegund glæpamanna, sem til væru.
Kristur sagði ekki að ástæðulausu: "Sælir eru friðflytjendur, því þeir munu Guð sjá", heldur var boðskapur hans sá að ekki mætti eitra jarðveg þjóðfélagsins með hatri og mannfyrirlitningu, heldur rækta hann í þágu friðar og kærleika sem sprytti upp á því góða sem til væri sáð, eins og hann lýsti í sögunni um sáðmanninn sem fór út að sá.
Boðskapur margra af fylgjendum öfgahreyfinganna í Evrópu er litaður af hatri friðarspilla.
Jussi Halla-Aho, sem segist verða fyrir einelti, hefur ekki haft sóma af þeim skoðunum, sem hann hefur breitt út. Hann og aðrir sem hvetja til illinda bera vissa ábyrgð. Á hinn bóginn ber að varast að gjalda líku líkt og efna til ófriðar með honum og skoðanabræðrum hans eða kenna þeim um mesta ódæði, sem framið hefur verið á Norðurlöndum í 66 ár.
Ekki má líða að hatrið breiðist út, því að það er vatn á myllu þeirra sem vilja þjóðfélagsgerð Norðurlanda feiga.
Og í kristnu samfélagi mega ekki gleymast orð Krists sem sagði okkur að elska óvini okkar og biðja fyrir þeim.
![]() |
Segist verða fyrir einelti vegna Breiviks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
5.8.2011 | 09:47
Nýtt útlit stærri ketilsins.
Ég sá í gærkvöldi ljósmynd af stærri Skaftárkatlinum sem mér varð starsýnt á. Hún var tekin fyrir nokkrum dögum. Á myndinni sést að ketillinn er hálffullur af vatni og ég hef aldrei séð svo mikið vatn í honum.
Svo virðist sem útlit og hegðun náttúruaflanna á þessu svæði bjóði að einhverju leyti upp á nýjungar, sem gera vísindamönnm erfitt um vik við að spá um hlaup undan jöklinum.
Jökullinn er kolsvartur þarna af ösku og ef öskulagið er þunnt kann að vera meiri sólbráð þar en hefur verið undanfarin ár.
![]() |
Viljum ekki afskrifa hlaupið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)