2.9.2011 | 23:45
Perlan er perla!
Fyrir tæpum 50 árum munaði minnstu að ég setti grein í Moggann um það að reisa ráðhúsið yfir og í kringum hitaveitugeymana á Öskjuhlíð og láta geymana sjálfa falla þannig inn í húsið að ekki fari á milli mála að mesta sérstaða Reykjavíkur, heita vatnið, sem fólst í nafninu sjálfu, sé grundvöllur ráðhússins.
Þegar Davíð Oddsson dreif það í gegn af sínum alkunna dugnaði að reka það slyðruorð af borginni að eiga ekkert ráðhús og bætti úr , var Perlan þó í mínum huga enn betri hugmynd.
Ég hefði viljað að Perlan og ráðhúsið hefðu verið sameinuð í einni byggingu efst á Öskjuhlíð og að skipulag Reykjavíkurflugvallar hefði verið þannig, að erlendir gestir, svo sem þjóðhöfðingjar, gætu gengið upp glæsilegan stíg sem lægi upp að ráðhúsinu.
Perlan var lengi afar umdeild og er það kannski eitthvað umdeild ennþá, en mér finnst hún ein helsta perla Reykjavíkur!
![]() |
Perlan auglýst til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2011 | 19:40
Dilkadráttur eftir þjóðerni?
Það er vafasamt að draga fjárfesta í dilka eftir því hverrar þjóðar þeir eru.
Eignir ganga kaupum og sölum þannig að þjóðerni eigendanna getur breyst.
Athæfi fjárfesta ekki eftir þjóðernum nema að litlu leyti. Séu þeir þegnar í ríkjum, sem eru stórveldi, er er þess að gæta, að voldugustu þjóðir heims eru taldar vera á bilinu átta til tíu.
Þótt stórveldin séu lýðræðisríki sýnir reynslan að stórfyrirtæki í þeim hafa í sumum tilfellum kverkatak á stjórnvöldum þar og fara sínu fram, hvað sem öllu lýðræði líður.
Heimsvaldastefna þeirra getur því birst í svipaðri mynd og valdastefna fyrirtækja og auðmanna í alræðisríkinu Kína.
Sömuleiðis geta hinir ágætustu fjárfestar komið frá hvaða landi sem er. Vafasamt er því að alhæfa um það að fjárfestingi frá þegnum sumra ríkja sé betri eða verri en frá þegnum annarra ríkja.
![]() |
Fagnar kínverskum fjárfestingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
2.9.2011 | 19:09
Beitt vopn til kúgunar.
Yfirleitt byggja harðstjórar völd sin á öflugri leyniþjónustu og njósnastarfi. En máttur þess er svo mikill að sé slíku beitt í lýðræðisríki getur það skapað kúgun og ótta, sem getur fært valdhöfum furðu mikið vald.
Þess vegna er það áhyggjuefni hvað okkur Íslendingum virðist sama um rökstuddar grunsemdir um það að símar séu hleraðir.
Það er nefnilega ein af höfuð forsendum lýðræðis að hver þegn geti verið viss um að ekki sé beitt njósnum um hann.
Sigurður Líndal hefur sett fram hugtakið "kjörin harðstjórn" um það þegar í raun er svo komið að slíkt ástand ríki.
Dæmi um slíkt var um og eftir síðustu áramót þegar flestum þótti það skynsamlegast fyrir eigin hag að haga sér þannig að engin hætta væri á því að valdhafanum mislíkaði það.
![]() |
Leyniþjónusta Gaddafis í lykilhlutverki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2011 | 07:02
Ungar langömmur fyrr og nú.
Langamma mín í föðurætt var 54 ára þegar ég fæddist og hún hefði orðið langalangamma 74 ára ef hún hefði lifað. A þessari tíð var það algengt að fólk hæfi búskap og barneignir um og fyrir tvítugt.
Nú er að sjá hvort strákurinn, sem er fremst á myndinni á mbl.is af hinum frjósama ættbálki heldur uppi merkinu þegar það að kemur.
![]() |
Eflaust yngsta langalangamma landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)