Dilkadráttur eftir þjóðerni?

Það er vafasamt að draga fjárfesta í dilka eftir því hverrar þjóðar þeir eru.

Eignir ganga kaupum og sölum þannig að þjóðerni eigendanna getur breyst. 

Athæfi fjárfesta ekki eftir þjóðernum nema að litlu leyti.  Séu þeir þegnar í ríkjum, sem eru stórveldi, er er þess að gæta, að voldugustu þjóðir heims eru taldar vera á bilinu átta til tíu. 

Þótt stórveldin séu lýðræðisríki sýnir reynslan að stórfyrirtæki í þeim hafa í sumum tilfellum kverkatak á stjórnvöldum þar og fara sínu fram, hvað sem öllu lýðræði líður. 

Heimsvaldastefna þeirra getur því birst í svipaðri mynd og valdastefna fyrirtækja og auðmanna í alræðisríkinu Kína. 

Sömuleiðis geta hinir ágætustu fjárfestar komið frá hvaða landi sem er. Vafasamt er því að alhæfa um það að fjárfestingi frá þegnum sumra ríkja sé betri eða verri en frá þegnum annarra ríkja. 


mbl.is Fagnar kínverskum fjárfestingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

To hefdi tetta varla komid i frettirnar i Financial Times hefdi kaupandin verid førøyingur eda bara islenskur bondi.

Røksemdarfærslan hja Olafi er to dalitid eftirtektarverd, tvi surt sannleikskorn er tar med.

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 19:55

2 Smámynd: Bjarni Daníel Daníelsson

já Ómar það er ljótt að skilja út undan. En mannkynssagan segir okkur það að vera tortryggin og höfum við dæmi um það í samtímasögunni. Eins og kínversk menning er heillandi þá er hún bara allt öðruvísi en vestræn. Ef við tölum til dæmis um alþjóðaviðskipti þá er hún í framkvæmd mjög ólík eftir þjóðerni. Þess vegna er mikilvægt að læra að skilja hvort annað og ekki síst að skilja þau takmörk og þær línur sem dansa þarf eftir. Varðandi þessi kaup þá líst mér mjög vel á þau. En það eru margar spurningar kvikna og út frá viðskiptalegu sjónarmiði séð þar sem hann ætlar að reisa hótel og eitthvað fleira. Af hverju þarf hann allt þetta land fyrir eitt smá hótel?? Ferðaþjónusta þarf ekki land. Hundrað hektarar væri td. yfirdrifið nóg og miklu skynsamari fjárfesting uppá hagnaðarvon. Þarna er eins og pulsuvagninn hefði byggt Hörpu undir starfssemi sína. Við sjáum öll að þannig viðskipti myndi engum nema íslendingi detta í hug. Og þegar engin skynsemi er í hlutunum þá kvikna viðvörunarbjöllur hjá mér. Hvað með þig??

Bjarni Daníel Daníelsson, 2.9.2011 kl. 20:22

3 identicon

Grímsstaðir á fjöllum er skítapleis, sem er í alfararleið þegar veður leyfir, sem er ekki oft. Hvað eru margir Íslendingar sem vita hvar þetta tómarúm á Íslandi er? Þetta með hótel er bara yfirsláttur, því það eru kaupin á landinu sjálfu sem skipta máli.Mjög klókt hugsað. Eign er eign, sem gengur í arf til ættingja það sem eftir er.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 20:36

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mér finnst röksemdafærsla hans afleit og mjög alarming.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2011 kl. 20:50

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. þetta verður bara sett í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2011 kl. 20:52

6 identicon

Omar.

Ef røksemdir Olafs eru alarming ættu tær ad vekja tig.

Tad virdist turfa tøluvert til, til ad tad gerist.  Enn meira hros a Olaf Grims fyrir vikid!    -Ekki satt?

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 20:56

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Furðulegt þykir mér að hafa það eitt gegn manninum að hann skuli vera kínverskur. Honum hefði verið í lófa lagið að verða sé út um portúgalst ríkisfang og kaupa hér allar þær jarðir sem hann lystir. Enn einfaldar hefði verið að stofna skúffufyrirtæki í Svíþjóð.  Einkum þykir mér falskt þegar menn sem vilja selja auðlindir, veðsetja fiskimiðin eða jafvel að gefa þau með því að ganga í ESB vilja doka við núna.

Sigurður Þórðarson, 2.9.2011 kl. 21:06

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Ef røksemdir Olafs eru alarming ættu tær ad vekja tig."

Þetta orð ,,alarming" va í þeirri merkingu í þessu samandi: Alarming varðandi það hvernig hann hugsar. það er ekki sæmandi Forseta að tala á þennan hátt. þetta er skaðlegt fyrir Ísland. Og er kallinn þó búinn að valda nógum skaða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2011 kl. 21:15

9 identicon

A,  Ef tad sem Olafur segir er bull, skadar tad ekki nokkurn nema hann sjalfan.

B;  Ef tad sem Olafur segir er satt skadar tad ekki nokkurn nema tann sem likar ad lifa i lygi.

Hallast mjøg ad tvi ad kostur B se sa retti a tessu krossaprofi.  -Og ekki i fyrsta skipti sem Olafur skorar feitt upp a sidkastid.

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 21:21

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég treysti þessum manni frá Kína til alls góðs, og hef enga rökstudda ástæðu til annars.

Ég minni á orð indíánans, sem sagði að ekki væri hægt að selja né kaupa það sem enginn getur átt, sem er móðir jörðin okkar allra!

Þessi kínverski drengur/maður er betur fær um að vernda Móður Jörðina okkar allra á Íslandi, en við Íslendingar með okkar fjöldamörgu H-skólafræðinga sem leiðtoga lífs okkar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.9.2011 kl. 21:23

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,A, Ef tad sem Olafur segir er bull, skadar tad ekki nokkurn nema hann sjalfan.

B; Ef tad sem Olafur segir er satt skadar tad ekki nokkurn nema tann sem likar ad lifa i lygi."

Heldurðu að ekki sé tekið eftir því hvernig forseti lands talar? Jafnvel þó smáríki sé. Tal hans lísir furðulegri afstöðu gagnvart Íslands langtíma nágranna og vinaþjóðum. það er tekið eftir þessu erlendis. þetta er stórskaðlegt íslandi og enginn hefur gefið honum leyfi til að tala svona. Auk þess sem þetta er ekkert hns hlutverk. Eða sér hann um verslunarsamninga og milliríkjasamskipti eða?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2011 kl. 21:29

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar Bjarki. Hvað meinar þú? Ert þú búinn að flokka vinaþjóðir og óvinaþjóðir í dilka á þessari jörð? Ekki hef ég þorað að vera svo hrokafull að draga þjóðirnar í dilka eftir heims-pólitískri skyldustefnu heimsbanka-mafíunnar?

En sumir eru hugrakkari en ég, og vonandi skilar hugrekkið sér í betra samfélagi? Kannski er ég of hrokafull í þessari færslu, og biðst þá afsökunnar á því

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.9.2011 kl. 21:46

13 identicon

Vinur er sa er til vamms segir.

Ekki vist ad Evropukarlar med belgiska bjorvømb taki tvi fagnandi, en teir ættu ad vera fegnir tvi ad einhvers stadar i heimi her heyrist i folki sem segir tad sem satt er.

Vel gert hja "felaga" Olafi.

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 22:01

14 identicon

"You ain't seen nothing yet", bullaði Ólafur Ragnar í Walbrook Club, 3 maí 2005. Nú er fíflið komið í svipaðan modus og vill selja einum Kínsa, sem ku vera auðugur vegna tengsla við glæpaklíkuna “Communist Party of China” fjöll og heiðalönd fósturjarðarinnar.

Ólafur Ragnar ætti að skammast sín niður í rassgat.   

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 22:04

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Ert þú búinn að flokka vinaþjóðir og óvinaþjóðir í dilka á þessari jörð?"

Haa? Er eg foresti eða? Það var forsetinn sem var að gera það! Halló.

Það sem g eg gerði var einfaldlega að benda á sögulega staðreynd. Heldur fólk að Norðurlönd séu ekki sögulega helstu vina og nágrannaþjóðir íslands? Og í framhaldi Vesturevrópa. Að sjálfsögðu. Sagnfræðileg staðreynd.

Forsetinn fer langt útfyrir sín mörk þarna og orðaval hans er með fádæmum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2011 kl. 22:06

16 identicon

Omar.

Ordaval Forsetans var bara mjøg hnitmidad og flott. 

Hefdi ekki verid edlilegt af "vinatjodunum" ad koma betur fram vid islendinga i krisu tegar a turfti ad halda?

En nuna eru Evropusnillingarnir med belgiska bjorvømb bunir ad grafa vel og lengi og eru svo til dottnir ofan i pyttin med eigin heimatilbuna fjarmalakrisu.

Evropskir bankar hættir ad lana hver ødrum.  Grikkland vidurkennt gjaldtrota med 60% vexti a eins ars lanum.  Fall fjarmalarisa og yfirvofandi gjaldtrot.

Vinatjodirnar innan Evropu eru svo godar ad tad halfa væri nog.  Ardræna opinskatt almenning til ad bjarga bønkunum.  Ad ekki se nu talad um Grikkjagreyin...  Talandi um ad gera einhverjum Grikk!

Mikid lifandi skelving gott ad turfa ekki ad vænta allt of mikils af svona "vinattu".

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 22:21

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Orð Forseta hljóma eins og Ísland eigi að falbjóða sig. Sá bíður best - hann fær.

þess fyrir utan er tal hans um ,,byssubranda" og sjallahrunið - alveg útí hött. Kom ekki N-lönd og evrópa til bjargar eins og vanalega þegar sjallar voru búnir að rústa landinu? Eg veit ekki betur.

það að evrópuríki sögðu ákveðið stopp við afglapahætti sjalla var vegna velvildar. Svo er það þannig að ríki þurfa að fara eftir alþjóðlegum skuldbindingum er það hefur undirgengist. það er bara þannig og ekkert merkilegt við það.

Mér finnst ummæli forseta í senn barnaleg og alarming.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2011 kl. 23:16

18 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það er svo arðbært að reka 18 holu golfvöll upp á hálendi Íslands. Yeah right! Það eru ríkir hagsmunir Íslendinga/Norðausturland í augnablikinu að fá fjármagn inn í landið enda hugsum við eingöngu nokkra mánuði fram í tímann og höfum alla tíð gert (Ingólfur Arnarson meðtalinn).

Kínverjar kunna hins vegar að hugsa 100 ár fram í tímann. Ertu að segja mér Ómar að þú sjáir þetta ekki?

Guðmundur St Ragnarsson, 2.9.2011 kl. 23:50

19 identicon

Sæll Ómar!

Einkennilegt að sjá olíu og flutninga
fyrir Norðausturlandi taka á sig birtingarform
golfvallar og hótels við Grímsstaði á Fjöllum!

Við sitjum ætíð og alltaf í kjöltu jólasveinsins
og hlýðum á jólasögur og bíðum þess að
jólagjöfunum rigni yfir okkur!

Mikið óskaplega hlýtur að vera hlegið í ýmsum stað
að okkur þessum Bakkabræðrum Norðursins!

Húsari. (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 00:07

20 Smámynd: Björn Emilsson

Smásaga um viðskiptahætti kinverja. Eg keypti batterí í fartolvuna mína á eBay. Gott og vel, verðið var við hæfi, og batteríið barst á réttum tíma. Semsagt gott. En það kom babb í bátinn. Betteríið passaði ekki. Eg kvartaði strax eins og vera ber á eBay. Kínverjarnir voru með múður, báðu um sannanir fyrir að batteríið passaði ekki. Samkvæmt þeirra tölum átti það að passa. Í heila viku var ég að þrátta við þá og endursendi þeim batteríið. Þeir báðust margfaldrar afsökunar, en hefðu ekki móttekið batteríið frá mér, það væri önnur deild sem sæi um þau mál.. Kváðust endurgreiða mér samkvæmt þeirra starfsreglum. Eg nennti þessu þvaðri ekki lengur. Klagaði til eBay og flokkaði fyrirtækið í Kína í lægsta gæðaflokk eBay. Jafnframt að óska eftir aðstoð eBay um endurgreiðslu, samkvæmt reglum þeirra.

Gott og vel, Kínverjarnir voru ekki lengi að taka við sér og endurgreiddu þetta blessað batterí til PayPal um leið og kæran barst þeim fra eBay. En rúsinan í pylsuendanum er, að þeir baðu mig innilega að breyta mati mínu á þeim í 5 stjórnu gæðaflokk!!

Í Bandaríkjunum eru 2 x 2 - 4 - þér ber að aka á 60 mílna hraða samkvæmt hraðatakmörkum. Brjótir þú af þér færðu dóm sem þú verður að hlýta. Virðist sem kínverjarnir líti öðruvísi á málið.

Eg ber annars fullt traust til kínverja, Keypti batterí frá öðru kínversku fyrirtæki sem passaði enis og lög gera ráð fyrir.

Björn Emilsson, 3.9.2011 kl. 00:59

21 Smámynd: Gunnar Waage

Ómar, þessi maður er hátt settur í CCP Chinese Communist Party. Þessir peningar eru dirty. Hefur ekkert með litarhátt að gera og þeir sem gefa það í skyn svífast einskiss í umræðunni.

Spáðu aðeins í það hvaðan þessir peningar koma. 

http://www.amnestyusa.org/our-work/countries/asia-and-the-pacific/china

Gunnar Waage, 3.9.2011 kl. 03:04

22 identicon

Þeir sem eiga peninga eins og skít eru yfirleitt ekki neinir englar, alveg sama hverra þjóðar þeir eru.

Kínverjar með seðla VERÐA að vera í "góðu" með kommúnistaflokkinn, þannig er það bara.

Og....það fyndna......göngum við í ESB, þá getur allt Evrópuklabbið keypt upp skerið ef að falt er. Það er svo hægt að endurselja.

En núna getum "við" selt þessum kappa, sem er með magnaðar hugmyndir um háfjalla & hávetrartúrisma. Það er hægt að setja skilyrði (t.d. forkaupréttur) og bjóða upp á valkosti eins og t.d. leigu.

Hvað hafa annars margir af bloggurum hérna komið á staðinn?

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 07:02

23 identicon

Gæti kanski bætt vid ad vera ættadur ur Mødrudal.  Alveg med olikindum ad ætla ad greida svona verd fyrir tetta annars fallega land.

her er eitthvad meira a bak vid.

En eg se svo sem ekki mikin mun a Kinverskum peningakommunista eda Tyskum adalsmanni med old money i tvi samhengi.

jonasgeir (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 07:16

24 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef talið að nú ríði á að koma skikki á þessi mál.  Danir eru í ESB en samt er útlendingum bannað að eiga sumarhús í Danmörku. Eins og er (er tilbúinn að skipta um skoðun ef eitthvað nýtt kemur í ljós) tel ég að sama eigi að gilda um íslenskar landareignir og íslensk sjávarútvegsfyrirtæki, að útlendingar megi ekki eiga meira en 49%.

Síðan eru í landi okkar náttúruverðmæti á borð við Þingvelli sem ættu að vera skilgreind eins og Þingvellir voru skilgreindir í Þingvallalögunum 1928, sem "ævarandi eign íslensku þjóðarinnar sem aldrei má selja sem veðsetja."

Spilda á austurbakka Jökulsár á Fjöllum fellur samkvæmt alþjóðlegri skilgreiningu undir þetta ef Jökulsáin er friðuð og hluti þjóðgarðs. Um þessa spildu ætti að gilda að hún sé ævanrandi þjóðareign, sem aldrei megi selja né veðsetja. 

Ómar Ragnarsson, 3.9.2011 kl. 13:00

25 identicon

HEYR  HEYR  ÓMAR RAGNARSSON.

Númi (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband