Í hvaða veislum verða formennirnir?

Hinn aldargamli Framsóknarflokkur á fimm formenn á lífi, Sigurð Inga Jóhannsson, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Jón Sigurðsson, Valgerði Sverrisdóttur og Guðna Ágústsson. 

En það er rétt hjá Sigmundi Davíð að það eru "skrýtnir tímar". 

Það tekur ekki nema hálftíma að skjótast í áætlunarflugi milli Akureyrar og Reykjavíkur svo að það sýnast ekki vera mikil vandkvæði á að halda eitt herlegt afmælispartí á svipuðum slóðum og flokkurinn var stofnaður. 

Flokkurinn var stofnaður 16. desember 1916 og ber afmælið upp á næstkomandi föstudag. 

En partíin verða minnst tvö í tilefni af aldarafmælinu, ef marka má fréttir þar um. 

Annað þeirra heldur Sigurður Ingi Jóhannsson syðra en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson býður til hins fyrir norðan. 

Nú verður spennandi að sjá hvaða formenn verða í hvoru partíi. Valgerður á heima fyrir norðan og ætli hún verði þá í því partíi?


mbl.is „Þetta eru skrýtnir tímar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín með tölvuhakkara og Saddam með gereyðingarvopn?

Það hefur alla tíð verið ógeðfellt þegar stórveldi hafa skipt löndum og álfum upp í áhrifasvæði sín. 

Þetta gerðu stórveldin á síðustu áratugunum fyrir 1914 með ýmsum milliríkjasamningum þar sem smáþjóðirnar voru ekki spurðar álits. Ógeðfellt en það hélst þó friður. 

Stalín og Hitler skiptu Evrópu í áhrifasvæði 1939 og við það misstu þjóðir á borð við Pólland og Eystrasaltsþjóðirnar sjálfstæði sitt. 

Hræðilegur samningur tveggja harðstjóra og Hitler sveik hann 1941. 

Vesturveldin og Sovétríkin skiptu Evrópu í áhrifasvæði í samningum fyrir stríðslok og í kjölfarið féll Járntjald frá norðri til suðurs um álfuna. 

Báðir aðilar héldu þennan samning nauðungar fyrir Austur-Evrópuþjóðirnar. Stalín hreyfði ekki litla fingur til hjálpar grískum kommúnistum 1946 þegar Bretar aðstoðuðu grísku yfirstéttina við að bæla niður uppreisn rauðliðanna, og Vesturveldin leyfðu Rússum að valta yfir uppreisnir í Austur-Þýskalandi, Ungverjalandi, Tékkóslóvakíu og Póllandi. 

Þessar kúguðu þjóðir þráðu hlutleysi á borð við hið finnska hlutleysi en voru barðar niður með hervaldi. En það hélst þó friður. 

Eftir fall kommúnismans í Austur-Evrópu ríkti friður að undanteknum átökum þegar Júgóslavía sundraðist í nokkur ný ríki. 

Í meginatriðum ríkti samkomulag Vesturveldanna og Rússa um áhrifasvæði í Austur-Evrópu, sem byggðíst á gagnkvæmu trausti.  

En vilji var meðal þjóðanna um að komast beint undir verndarvæng NATO og Bandaríkjanna og því hófst útþensla NATO og ESB til austurs sem að lokum strandaði í Úkraínu á mati Pútíns á öryggishagsmunum Rússlands.  

Bandaríska leyniþjónustan taldi sig hafa "traust gögn" varðandi gereyðingarvopn sem Saddam Hussein ætti og blés til innrásar til að steypa honum af stóli. 

Engin gereyðingarvopn fundust og Bush yngri gerði þau arfamistök sem faðir hans forðaðist að gera í Flóastríðinu 1991. 

Þetta mannskæða stríð stendur enn með ömurlegum afleiðingum fyrir Miðausturlönd og Evrópu. 

Í Arabíska vorinu stóð til að steypa valdhöfum í Egyptalandi, Líbíu og Sýrlandi og innleiða vestrænt lýðræði.

Lýðræðið í Egyptalandi leiddi öfgamúslima til hásætis og var bælt niður með hervaldi.

Í Líbíu hefur ríkt óöld og vargöld eftir að Gaddafí var drepinn á hrottalegan hátt nánast í beinni útsendingu, sem Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna horfði fagnandi og hlæjandi á á sjónvarpsskjá.

Í Sýrlandi hafa Rússar verið tryggir bandamenn Assads forseta, forystumann lítils minnhluta ættbálks, sem kúgað hefur mikinn meirihluta landsmanna í áratugi.

Fram að "Arabíska vorinu" ríkti ákveðið þegjandi valdajafnvægi þar sem Rússar töldu Sýrland vera á sínu áhrifasvæði.

Vesturveldin ætluðu að leiða hófsama múslima til valdatöku vestræns lýðræðis, en uppskáru í staðinn einhverja mestu skelfingu seinni tíma, ISIS-samtökin. 

Enn og aftur reyndist bandaríska leyniþjónustan ófær um að meta ástandið rétt og nú virðast Rússar með pálmann í höndunum, ef hægt er að nota slíkt orðalag um hryllinginn sem þarna ríkir. 

Að undanförnu hafa Bandaríska alríkislögreglan og leyniþjónustan verið með óbein afskipti af forsetakosningunum og kjöri nýs forseta, og verður að segjast eins og er, eftir öll fyrri axarsköft þessara stofnana, allt frá írönsku byltingunni 1979, er ómögulegt að vita hvort kenningarnar um rússnesku hakkarana séu hóti réttari en margt annað, sem frá þessum stofnunum hefur komið. 

Nær væri að horfast í augu við þá staðreynd að í krafti sérkennilegs bandarísks fyrirkomulags um kjör forseta, sem báðir frambjóðendurnir reyndu að spila á, var Donald Trump kjörinn með minnihluta atkvæða, þótt hann fengi drjúgan meirihluta kjörmanna. 

Bandaríkjamönnum væri nú sem fyrr nær að líta í eigin barm en að gera ítrekaðar "uppgötvanir" leyniþjónustunnar að trúaratriði. 


mbl.is „Þessar upplýsingar eru rangar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband