Fjöldi fólks er í raun ígildi blindra ökumanna á degi hverjum.

Geirsnef.HjólabrautErlenda fréttin á mbl.is, sem  þessi pistill er tengdur við, á sér hliðstæðu hér á landi, ef að er gætt, og dæmin eru mýmörg. 

Til dæmis þetta:

Fyrir fjórum árum stöðvaði frænka mín bíl sinn þegar hún kom á honum að gatnamótum þar sem grænt ljós hafði breyst í gult og síðar í rautt.

Var þá bíl ekið aftan á bíl hennar á fullri ferð svo úr varð harkalegur árekstur.

Hún lemstraðist og beinbrotnaði svo illa að hún þurfti að vera í læknis- og sjúkrameðferð í meira en ár og líða þjáningar.

Ökumaðurinn sem ók aftan á frænku mína var í raun ígildi blinds manns þær sekúndur sem hann ók á ca 20 metra hraða á sekúndu (70 km/klst) hinn örlagaríka síðasta spöl og var önnum kafinn við samskipti á snjallsímanum sínum.

Hliðstæðum slysum og óhöppum hefur fjölgað mikið á síðustu árum - augljóslega af þeirri einföldu ástæðu, að þessi og svipuð notkun snjallsíma og mæla hefur farið í vöxt.

Auk bílslysa af þessum orsökum hafa nú bæst við hjólaslys og og beinbrotnir gangandi vegfarendur þar sem meira að segja hjólandi og gangandi fólk hefur gert sjálft sig blint og jafnvel heyrnarlaust líka á örlagaríkum augnablikum.

Myndin hér fyrir ofan reynir á athyglisgáfuna og var vettvangur áreksturs tveggja rafreiðhjóla 2. janúar, sem skullu harkalega saman af því að þau komu úr gagnstæðum áttumm en aðeins annað þeirra var á réttum stígshelmingi.

Annar hjólreiðamaðurinn lenti harkalegar en hinn þegar hjólin féllu til jarðar og meiddist á hné, olnboga og öxl, - sýnu verst á öxlinni þar sem upphandleggsbein brotnaði upp við liðkúluna.  

Hvernig mátti slíkt verða?

Hvaða atriði á myndinni gætu hafa átt þátt í slysinu? 

 

 


mbl.is Ökumaðurinn með bundið fyrir augun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennilegt ástand vestra.

Það er alþekkt fyrirbæri í vestrænum lýðræðisríkjum að ýmsar deilur, svo sem kjaradeilur, hafi mismiklar afleiðingar og áhrif langt út fyrir þau svið, sem tengjast beint deiluefninu. 

En það bandaríska fyrirbæri að deila um eina einstaka fjárveitingu þingsins gefi æðsta yfirmanni framkvæmdavaldsins vald til að loka alveg stórum hluta alls óskyldra ríkisstofnana er eitthvað, sem þyrfti að útskýra betur ef unnt á að vera að leggja vandað og faglegt mat á eðli deila á borð við þá, sem nú hefur vaxið upp í nýjar hæðir.  


mbl.is Engin lausn í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háaleitsbraut og Kúagerði segja sína sögu. Gestaþraut.

"Þetta er allt vegfarendum að kenna, - ef þeir hættu að valda þessum slysum, þyrfti ekki að eyða fé í mannvirki og búa til reglur."

Svona má sjá skrifað á samfélagsmiðlum um umferðarmál. 

Fjölda dæma má nefna um hið gagnstæða. Tökum tvö dæmi:

Háaleisbraut milli Fellsmúla og Ármúla var einhver illræmdasta slysagata borgarinnar áratugum saman þangað til að henni var breytt úr þeirri breiðgötu með miklum hraða, sem hún upphaflega var, í gerbreytta götu á endanum í borgarstjóratíð Ólafs Fr. Magnússonar. 

Og slysin tíðu og stóru hurfu nær alveg. 

Annað dæmi var nokkurra kílómetra kafli á Reykjanesbraut við Kúagerði með endalausum stórslysum og banaslysum. 

Þau hurfu þegar brautin tvöfölduð.Geirsnef.Hjólabraut

Síðustu tíu daga hef ég staðið að rannsókn í rólegheitum á árekstri á milli tveggja rafreiðhjóla sem mættust á þekktustu hjólabraut landsins yfir Elliðavog um Geirsnef. 

Annað hjólið kollsteyptist með þeim afleiðingum að ökumaður þess slasaðist á öxl, hné og olboga, og brotnaði upphandleggsbeinið upp við axlarliðkúluna og vöðvar, sinar og vefir sködduðust illa.

Niðurstaðan, sem væntanleg er von bráðar, verður slándi.

P.S.

Gestaþraut: Hvað er framundan á þessari mynd? Hvað myndi sýnast framundan í myrkri?


mbl.is Engar „hraðbrautir“ í þéttum hverfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband