Háaleitsbraut og Kúagerði segja sína sögu. Gestaþraut.

"Þetta er allt vegfarendum að kenna, - ef þeir hættu að valda þessum slysum, þyrfti ekki að eyða fé í mannvirki og búa til reglur."

Svona má sjá skrifað á samfélagsmiðlum um umferðarmál. 

Fjölda dæma má nefna um hið gagnstæða. Tökum tvö dæmi:

Háaleisbraut milli Fellsmúla og Ármúla var einhver illræmdasta slysagata borgarinnar áratugum saman þangað til að henni var breytt úr þeirri breiðgötu með miklum hraða, sem hún upphaflega var, í gerbreytta götu á endanum í borgarstjóratíð Ólafs Fr. Magnússonar. 

Og slysin tíðu og stóru hurfu nær alveg. 

Annað dæmi var nokkurra kílómetra kafli á Reykjanesbraut við Kúagerði með endalausum stórslysum og banaslysum. 

Þau hurfu þegar brautin tvöfölduð.Geirsnef.Hjólabraut

Síðustu tíu daga hef ég staðið að rannsókn í rólegheitum á árekstri á milli tveggja rafreiðhjóla sem mættust á þekktustu hjólabraut landsins yfir Elliðavog um Geirsnef. 

Annað hjólið kollsteyptist með þeim afleiðingum að ökumaður þess slasaðist á öxl, hné og olboga, og brotnaði upphandleggsbeinið upp við axlarliðkúluna og vöðvar, sinar og vefir sködduðust illa.

Niðurstaðan, sem væntanleg er von bráðar, verður slándi.

P.S.

Gestaþraut: Hvað er framundan á þessari mynd? Hvað myndi sýnast framundan í myrkri?


mbl.is Engar „hraðbrautir“ í þéttum hverfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 svolítið skrítin pistill, en látum það vera ég er einn af þeim sem skrifar um að það sé maðurinn en ekki vegurinn í flestum tilfellum sem veldur slysunum. þó eflaust meigi eflaust deila um gáfnafar þeirra sem hanna vegi. svo við nefnum kúagerði þar var farið yfir eina ferskvatnslindina á svæðinu síðan eru menn hissa á hálkumyndun á svæðinu. skilst að það sé svipað á grindarvíkurveigi vatnstaða há flestir vegir á íslandi eru miðaðar við mun minni umferð en er í dag ef vilji er fyrir hendi mætti laga háaleitisbrautina og brekka þannig að þessi gatnamót ættu ekki að verða til vandræða,maður var að vona að bústaðarvegur myndi taka umferð af miklubraut en miðað við nýjustu hugmyndir borgarinnar á líka að þrengja að bústaðarveigi. furðuleg fullirðíng samfylkingarinnar um að lægri umferðahraði minki mengun. svo ef börnunum er kennt að aka eftir aðstæðum myndu slysum fækka til muna  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 12.1.2019 kl. 07:44

2 identicon

 vandi háaleitisbraurtar vr ekki fjöldi bíla heldur var bygðinn altof nálægt vegi til að kallast stofnbraut. að gera hluta götunar að einhverskonar vistgötu var skítareddíng  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 12.1.2019 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband