Er lífeyrir ekki hluti af ævilaunum? Jú, og lífeyrisþegi er áfram launþegi.

Síðan lífeyrissjóðakerfið  var tekið upp fyrir um hálfri öld hefur hluti launa launafólks verið tekinn af launum þess og settur til hliðar í því skyni að launamaðurinn gæti gengið að þessu fé í ellinni án kjararýrnunar. 

Þess vegna er villandi að líta á þetta fé öðruvísi en sem hluta af ævilaunum hvers launamanns og reikna út í samræmi við það hve stórt hlutfall allra launamanna er undir 300 þúsund króna markinu.  

Það er mun hærri tala en 1%. 

Þar að auki eru 300 þús krónur á mánuði ekkert annað en sultarlaun.


mbl.is Rifist um mismunandi staðreyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Útreiknuð áhætta"

Útreiknuð áhætta eða calculated risk er aðferð sem notuð er við margt, meðal annars í hönnun á umferðarmannvirkjum. 

Að visu er aðferðin ekki fullkomin, því að erfitt er að meta þjáningar og sálrænar aflriðingar til fjár.

Aðferðin hefur verið þróuð í evrópskum staðli sem fogangsraðar alvarlegum slysum og banaslysum fram fyrir smærri óhöpp og árekstra og miðað við samtals ekna kílómetra.

Banaslys og alvarlegustu slys eru óskaplega dýr fyrir þjóðfélagið, milljarður hvert mannslíf að meðaltali. 

Dæmi um nauðsyn svona mats eru mýmörg og margvísleg, samanber nýjasta dæmið Núpsvatnabrú undanfarin ár og Álftanesveg fyrir fimm árum, sem var tekinn fram fyrir 23 aðra kafla á höfuðborgarsvæðinnu, sem voru með hærri slysatíðni.

Nú hefur komið í ljós að þðrf er á sérstakri úttekt á brúm landsins, og þótt fyrr hefði verið. 

  


mbl.is Ekki einkamál Vegagerðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hundurinn var aðkomuhundur."

Árás refs á ungabarn í Alta á Finnmörku er grafalvarleg frétt út af fyrir sig, en rándýr eru jú alltaf rándýr.

Í lok fréttarinnar er talsvert gert úr því að refurinn hafi komið frá Rússlandi, en þangað eru nokkur hundruð kílómetrar.

Það minnir dálítið frétt í Degi á Akureyri á öldinni sem leið af hundi sem réðist á mann.

Fréttin endaði svona - "Hundurinn var aðkomuhundur."


mbl.is Refur beit 10 mánaða barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband