Teigsskógur áfram á dagskrá.

Meirihluti skipulagsnefndar Reykhólasveitar hefur lagst gegn lagningu Vesturlandsvegar 60 í gegnum Teigsskóg, en á næstu dögum tekur sveitarstjórnin öll málið fyrir.  

Í ljós hefur komið í langri meðferð málsins síðastu fimmtán ár að mikið hefur skort á að fullkomin gögn lægju fyrir um þessa umdeildu vegagerð. Teigsskógur Vegagerðar

Seint og um síðir kom fram norsk hugmynd um að leggja leiðina um Reykhólaþorpið og beint yfir mynni fjarðanna þriggja, sem aðrar leiðir liggja um, en þessi norska lausn myndi bæði styrkja stöðu þorpsins og skapa það öryggi, sem felst í því fyrir vegarandur að fara þar um í stað þess að þurfa að vera jafn fjarri öflugri byggð alla leiðina vestur og þeir hafa verið undanfarin ár. 

Vegagerðin brást skjótt við og hafði allt á hornum sér varðandi þessa hugmynd, og minna þessi viðbrögð hennar á það þegar hún lagðist á móti og tafði um mörg ár þá nýju aðferð fyrir um 30 árum að blanda bundið slitlag á staðnum. 

Þar á bæ hefur jarðgangaleiðin undir Hjallaháls líka verið reiknuð upp i kostnaði með því að láta göngin verða mörg hundruð metrum lengri en þörf var á og enda með gangamunna að vestanverðu niðri við fjöru!

Teigskógur 1. Fjarðamynni

Fjölmiðlarnir hafa aðeins sýnt ljósmynd Vegagerðarinnar eða svipaðar myndir af austurenda hins nýja vegar, líkar þeirri sem sést hér efst, en þar sést Teigsskógur ekki, því að hann er í fimm kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem myndin er tekin, og meira að segja á bak við hlíð Hjallaháls framundan hægra megin.

Myndir af ráðamönnum, sem sagt er að hafi kynnt sér Teigsskóg, eru sama marki brenndar.

Í allri skoðun á málinu er litið mjög fram hjá því, að þetta svæði liggur við Breiðafjörð ekkert síður en á Vestfjörðum, og að Breiðafjörður og lifríki og náttúruminjar hans er ekki ósvipað fyrirbæri hér á landi hvað snertir náttúrugildi og sænski skerjagarðurinn er í Svíþjóð. Teigsskógur. ´Reynilundur.

Við mat á náttúrugildi eru þrjú atriði almennt talin mikilvægust: Landslagsheildir, vistkerfi og afturkræfni. 

Tvö fyrstnefndu atriðin vega afar þungt hvað varðar Teigsskóg, þennan sjö kílómetra langa græna og bogadregna trefil yst við vestanverðan Þorskafjörð, eins og sést á meðfylgjandi myndum, til dæmis á miðri myndinni hér fyrir ofan þar sem Djúpifjörður er til vinstri og Þorskafjörður til hægri, en Teigsskógur meðfram fjörunni fyrir miðri mynd. Teigsskógur,vítt frá vestri til nordausturs

Samspil fjölbreytilegrar fjörunnar og skógarins mynda sérstæða landslagsheild, sem á enga hliðstæðu hér á landi, og þvert á það viðkvæði, að skógurinn felist aðeins í nokkrum kjarrhríslum á stangli, er skógurinn víða afar þéttur og sums staðar ágætlega hávaxinn, svo sem eins og þar sem finna má reynitré í honum. 

Nú þegar hafa þrír firðir vestar á norðurströnd Breiðafjarðar verið þveraðir með talsverðri umhverfisröskun, en Skipulagsstofnun setti Teigsskóg skör ofar vegna hins mikla náttúruverndargildis hans. Teigsskógur. Þorskafjörður Vaðalfjöll.

Vestar á norðurströnd Breiðafjarðar hafa þrír firðir verið þveraðir fyrir veg 60 með talsverðum umhverfisáhrifum, en Skipulagsstofnun setti Teigsskóg skör ofar vegna hins mikla náttúrugildis þessarar landslagsheildar, sem skógurinn og fjaran skapa. 

Þegar landslagsheild og vistkerfi eru á við það sem er þarna, má jafna röskun eftir því endilöngu við það að hrófla við málverkinu af Monu Lisu eftir endilöngu andliti hennar.  

Ætlunin var að setja myndskeið með loftmynd hér inn, en vegna tæknilegra örðugleika varð að bregða á það ráð að setja það á facebooksíðu mína. 

 

 


Þegar málningin á hjólastígum gleymist.

Í útvarpsfréttum í hádeginu var sagt frá erindi talsmanns hjólreiðamanna þar sem hann ræddi um atriði, sem væri ábótavant á hjólastígum og hjólaslys. 

Hann nefndi ástandi og viðhald á hjólaleiðunum en ekki var hægt að heyra betur en að merkingar og málning gleymdust í þeirri upptalningu.  

Kannski gleymdist að nefna þetta atriði vegna þess að sjaldgæf séu slys vegna lélegra merkinga, en sé svo, er samt vafasamt að gleyma þessu atriði, því að einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því að merkja eigi stígana eftir ákveðnum reglum, þó ekki væri nema til að auka öryggi í myrkri. 

Merkingarnar geta að vísu verið þess eðlis, að þær séu ekki aðalástæða slysa, en um slys gildir oft, að ástæður fyrir þeim eru oft fleiri en ein og fleiri en tvær.

Ee það réttlætir ekki að gleyma þeim og vanrækja þær, því að jafnvel þótt um aukaástæðu sé að ræða, er það nóg til að hafa þetta atriði í lagi. 

Ástæðan til þess að þetta er nefnt hér er sú, að lélegt viðhald á málningu á merkingu miðlínu á hjólastíg með umferð í báðar áttir reið baggamuninn í axlarbrotsslysi á Geirsnefi í byrjun þessa árs. 

Ef strikin í miðjunni hefðu verið merkt, hefði slysið ekki átt sér stað, þótt það gerðist í hálfrökkri, því að hjólreiðamaðurinn, sem olli slysinu, hafði að vísu sýnt af sér gáleysi með því að vera að lesa af mæli og horfa niður fyrir sig á leið sinni, og sá því ekki umferðina sem kom á móti, en hann hafði hins vegar ætlað sér að vera réttu megin á stígnum með því að hafa hliðsjón af strikunum þegar hann fór fram hjá þeim. Hjólastígur.máð merking

Meðfylgjandi mynd sýnir hve lélegar merkingarnar voru nálægt staðnum, sem slysið gerðist á,  strikin voru svo afspyrnu dauf, að þau hurfum sjónum á köflum, og einmitt þegar hann mæti hjóli úr gagnstæðri átt, sáust þau ekki og afleiðingin varð að hann sveigði skyndilega í veg fyrir hjólið, sem kom á móti honum. 

Þetta mál er einfalt í raun. Þótt ekki sé um aðalástæðu að ræða, segja reglur til um viðhald á merkingum, sem ber að fara eftir, og ofangreint óhapp sýnir að það er ekki að ástæðulausu.Hjólastígur máð málning

P. S. 

Nú síðdegis leiddi vettvangsferð í ljós, að ekkert hefur verið gert allt þetta ár í því að laga ástandið, heldur eru merkingar nær alveg horfnar af alli leiðinni, eins og tvær myndir af tveimur stöðum á henni bæði á vesturhelmingi, miðju og austurhelmingi eins og neðstu tvær myndirnar sýna. 

Þótt það kunni að hljóma eins og skárra öryggi að enginn geti lengur séð neinar merkingar alla leiðina, er það spurningin hve mörg ár þurfi að líða án þess að hlítt sé jafn sjálfsagðri kröfu og að allar akbrautir, líka hjólabrautir, séu merktar samkvæmt lögum og reglum þar um. Hjólastígur,máð málning 

 

 


mbl.is Þetta eru fjallahjólin sem slegist er um
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband