Liggjum vel við höggi, fáir og smáir.

Í hádegisfrétt í dag mátti heyra það nefnt útskýringu á því að Ísland verði sett á gráan lista, að landið þætti heppilegt til að verða fyrir barðinu á svona aðgerðum, fyrst landa, vegna þess að þjóðin væri svo fámenn, að samanlögð heildaráhrif yrðu með minnsta móti miðað við þann fælingarmátt sem aðgerðin hefðu fyrir aðrar þjóðir. 

Það er athyglisvert að svona játning á mismunun þjóða eftir stærð sé sett blákalt fram, að vegna þess að við, fáir og smáir liggjum vel við höggi, séum við valdir. 

Það minnir óþægilega á það þegar Bretar settu okkkur á lista yfir hryðjuverkaþjóðir 2008 og komust upp með það að um það var sannmælst við Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir að Lehmans banki og íslenskur bankarnir yrðu útvaldir í því skyni að láta þá fara í gjaldþrot.  


mbl.is „Eigum ekkert heima á þessum gráa lista“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðagreiðsla virt í Bretlandi, - en ekki hér.

Ef samningur Breta við ESB um útgöngu úr ESB verður samþykktur í breska þinginu er að sjálfsögðu farið eftir úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem rúmlega 50 prósent kjósenda greiddu atkvæði. 

Og að sjálfsögðu bar enginn brigður á að þetta væri meirihlutavilji, þótt næstum 20 prósent þeirra sem voru á kjörskrá, nýttu ekki kosningarétt sinn og að aðeins 37 prósent þeirra sem höfðu atkvæðisrétt hefðu greitt útgöngu atkvæði sitt. 

Með því að nýta ekki rétt sinn, sögðu þeir pass og létu þann vilja í ljós að þeir létu þá sem greiddu atkvæði taka ákvörðun af eða á um útgðngu fyrir sig. 

Á Íslandi var þjóðaratkvæðagreiðsla 2012 þar sem 67 prósent þeirra sem kusu vildu nýja stjórnarskrá á grunni frumvarps stjórnlagaráðs. 

En svo er að sjá, sem margir þeirra Íslendinga sem telja að breska þingið eigi að sjálfsögðu að fara að vilja kjósenda þar í landi, mega ekki heyra það nefnt að farið verði að vilja kjósenda hér á landi 2012.  


mbl.is Nýr samningur um Brexit í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband