Liggjum vel við höggi, fáir og smáir.

Í hádegisfrétt í dag mátti heyra það nefnt útskýringu á því að Ísland verði sett á gráan lista, að landið þætti heppilegt til að verða fyrir barðinu á svona aðgerðum, fyrst landa, vegna þess að þjóðin væri svo fámenn, að samanlögð heildaráhrif yrðu með minnsta móti miðað við þann fælingarmátt sem aðgerðin hefðu fyrir aðrar þjóðir. 

Það er athyglisvert að svona játning á mismunun þjóða eftir stærð sé sett blákalt fram, að vegna þess að við, fáir og smáir liggjum vel við höggi, séum við valdir. 

Það minnir óþægilega á það þegar Bretar settu okkkur á lista yfir hryðjuverkaþjóðir 2008 og komust upp með það að um það var sannmælst við Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir að Lehmans banki og íslenskur bankarnir yrðu útvaldir í því skyni að láta þá fara í gjaldþrot.  


mbl.is „Eigum ekkert heima á þessum gráa lista“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar við erum með fjölda virkra reikninga á Tortóla og Panama, frjálst flæði peninga og einn hund með viku starfsaldur í eftirlitinu, vísbendingar um peningaþvætti og almennt skítinn upp á bak og vitum upp á okkur skömmina er þjóðráð að benda á vondu útlendingana sem ráðast á okkur sakleysingjana vegna smæðar okkar. Íslenskir stjórnmálamenn og möppudýr sem hafa ekki staðið sig sem skildi viðurkenna fúslega að árásin sé vegna smæðar okkar og hversu vel við liggjum við höggi hinna vondu útlendinga.

Íslendingar elska bankana. Bankarnir eru Íslenskir og Íslendingar eru bankarnir. Ástin er heit og sönn. Þannig að þegar seðlabankastjóri segir Íslendinga ekki ætla að borga skuldir og daginn eftir nota Bretar lagabálk gegn efnahagsógnum, glæpum og hryðjuverkum til að frysta eigur Íslenskra banka sem starfa í Bretlandi og virtust vera á leið til Tortóla þá taka Íslendingar því sem persónulegri árás, persónulegri árás komin til vegna smæðar okkar og hversu vel við liggjum við höggi hinna vondu útlendinga.

Og það var ekkert nema illkvittni þegar peningagjöf hefði komið sér betur að útlendingarnir stöðvuðu lánveitingar og kröfðust þess að gjaldfallin lán hinna frábæru Íslensku banka yrðu borguð. Banka sem reknir voru af rjóma þjóðarinnar, gulldrengjum sem báru hag okkar fyrir brjósti og hróður langt útfyrir landsteina. Allir vita að ekkert er eins persónulega móðgandi og að heimta að Íslendingur greiði skuld sína. Það stríðir gegn öllu okkar eðli. Þannig gera ekki aðrir en illmenni. Augljós persónuleg árás, persónulegri árás komin til vegna smæðar okkar og hversu vel við liggjum við höggi hinna vondu útlendinga.

Vagn (IP-tala skráð) 17.10.2019 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband