Sófatíska, sem veður uppi, oft gróflega á kostnað notagildis.

Á myndum af þremur nýjum sófalínum í IKEA í október er ekki hægt að sjá hve langt er frá mörkum setu og baks fram á brún setunnar. Sófi,breiður.

Vonandi er hún ekki meiri 45 til 50 sentimetrar því að annars er vegið gróflega að einföldu atriði, sem skiptir sköpun um það hvort hægt sé að sitja sæmilega í stólnum með nægum stuðningi undir lærin og við bakið. 

Því miður hefur vaðið uppi tíska, sem er beinlínis heilsuspillandi varðandi viðunandi þægindi þeirra, sem sitja í stólum og sófum. 

Þessa tísku má sjá hvarvetna, jafnt í stofnunum og fyrirtækjum, og felst í stuttu máli í því að lárétta setan á stólunum og þar með líka á sófunum sé sem allra breiðust mælt frá frambrún setunnar að mótum hennar og sætisbaksins, en það veldur því, að ómögulegt er að sitja almennilega í stólunum eða sófanum vegna fjarlægðar sætisbaksins frá baki þess sem situr. 

Myndin hér er tekin á opinberum stað, og græni sófinn er með það miklu lengra seti fyrir leggina en stóllinn nær, að það er ómögulegt fyrir fólk af mmeðalstærð að sitja þar þægilega. 

Einu mennirnir, sem ætla mætti að gætu setið með viðunandi stuðning við læri og bak væru hæstu körfuboltamenn upp á 2,20 metra. 

Það er kvöl fyrir bakveika að lenda í návígi við þessi ósköp, sem meira að segja má sjá á heilbrigðisstofnunum, bara af því að þetta "lúkkar" svo vel. 

Til er fræðigreinin ergonomi, sem felur meðal annars í sér svona viðfangsefni, samband mannslíkamans við húsgögn, tæki og hluti, jafnt í húsum sem farartækjum, en verður ótrúlega oft undir í keppnini um útlit, lögun og uppröðun hluta, sem fólk lifir og hrærist í. 

En eins nytsamlegt fyrirbrigði og ergonomi er verður því miður of undir í keppninni um útlit, sem hinn harði húsbóndi, tískan, stendur fyrir hvarvetna í þjóðfélaginu, alveg inn á gafl hjá okkur. 

Vonandi hefur krafan um "notanlegheit" orðið ofan á í hönnuninni á nýju sófalínunum hjá IKEA. 

Hönnuður skiptilykilsins er sagður hafa lýst henni þannig, að ekki ein einasta lína í þessu verkfæri þjónaðaði öðru hlutverki en að lykillinn hefði hámarks notagildi. 

Þess vegna væri skiptilykillinn að hans mati fegursta áhald, sem hugsast gæti.

Svipað sögðu víst hönnuðir Citroen DS á sínum tíma um þann guðdómlega bíl. 


mbl.is Ný og fersk sófalína lítur dagsins ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svipað fyrirbæri og innleiðing fúsksins í aðdraganda Hrunsins.

Í viðamiklum rannsóknum á orsökum bankahrunsins 2008, bæði hér og erlendis, kom skýrt fram hve óheillavænleg áhrif svokölluð afregluvæðing kerfisins og slælegt eftirlit hafði á efnahagskerfið og bankakerfið. Hverskyns fúsk óð uppi og þótti eftirsóknarvert. 

Þetta kom til dæmis mjög vel fram í viðamikilli og vandaðri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, en bæði í henni og öðrum rannsóknum var það talið mikilvægt að lærdómar yrðu dregnir af þessu og ráðist gegn fúskinu. 

En nú ber svo við að það er að rísa ný bylgja viðleitni til þess að læra ekki einasta ekkert af þessu, heldur sækja fram á sem flestum sviðum varðandi það að aflétta sem kröfum og eftirliti með milljarða starfsemi, sem skiptir hina almennu borgara miklu máli, og þarf á gæðum, kunnáttu og nákvæmni að halda. 

Enn á ný, aðeins rúmum áratug eftir Hrunið, skal fúskið leitt til öndvegis. 

Gegnir þetta furðu á tímum krafna um framfarir og vandaðra vinnubragða á tímum batnandi menntunar og hæfni. 

Kannski verður næsta skref að fella niður öll skilyrði, sem gilt hafa um fasteignasölu og fasteignasala?

Kæmi ekki á óvart. 

G


mbl.is Segja misráðið að fella niður leyfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband