Sagan endalausa: Dýrkeypt skeytingarleysi gagnvart vegfarendum.

Það stingur í augu sem mikill munur á þjónustu við vegfarendur miðað við það sem veður uppi hér á landi, þegar ekið er um vegi í nágrannalöndum okkar og sést hve vel er hugað að því við vegaframkvæmdir erlendis að allir aðilar, sem vegaframkvæmdirnar hafa áhrif á, fái tímanlega sem gagnlegastar upplýsingar um framkvæmdirnar og möguleika fyrir vegfarendur til að bregðast við þeim. 

Sjá má dæmi erlendis um að glöggar upplýsingar séu veittar tugum kílómetra frá þeim stað, þar sem breytingarnar eru gerðar, til þess að tryggja sem minnsta röskun á ferðum vegfarenda, og að sem best flæði og öryggi fáist, en allt þetta er spurning um að ekki skapist óþarfar tafir og fjárútlát í umferðinni sjálfri. 

Sem sagt; heildaryfirsýn og þjónusta sem tryggja sparnað þegar á heildina er litið. 

Þetta hugarfar virðist oftast vera framandi hér á landi. 

Á þessari bloggsíðu hefur margoft verið bent á dæmi um hroðvirkni og skeytingar- og tillitsleysi, sem viðgengst óátalið hér á landi í þessum efnum. 

Svo sem þegar ökumenn fengu ekki upplýsingar um lokaða Suðurlandsbraut hér um árið, fyrr en þeir höfðu ekið að skurðbakkanum sjálfum; þegar 700 manna íbúðabyggð við Háaleitisbraut var lokuð inni snemma morguns og fram á miðjan dag án þess að merkingar eða upplýsingar væru gefnar kvöldið áður; eða þegar eitt merki á réttum stað á Reykjanesbraut hefði getað komið í veg fyrir að fólk þyrfti að aka aukalega sex kílómetra í þremur bæjarfélögum í stað eins kílómetra vegba lokunar á frárein frá Reykjanesbraut inn í Garðabæ við Vífilsstaði. 

Nú er það Bústaðavegurinn og síðan verður það auðvitað áfram og áfram æ ofan í æ. 

 


mbl.is Vissu ekkert fyrr en þau sáu skilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

40 ára gömul spurning frá upphafi farsíma: Trufla þeir flugið?

Þegar fyrstu stóru og þungu farsímarnir voru teknir með í flug fyrir fjórum árarugum, var talað um að ekki mætti nota þá um borð í flugvélum. 

Þegar þáverandi stjórnendur símans voru spurðir um ástæðu þessa, varð tregt um svör og þannig hefur það verið síðan. 

Og mikið óskaplega virðumst vera orðin háð þessu tæki. 

Þegar málið er rætt skín í gegn hve hve agalegt það sé fyrir okkur að mega ekki djöflast í snjallsímunum hvar sem er og hvenæar sem er. 

Í tengri frétt er sagt frá því hvað "óþægilegt" mörgum þyki að geta ekki legið í símanum í flugferðum. 

Bíðum nú hæg; er þetta tæki orðið að svo miklum alvaldi í lífi okkar, að það hafi forgang á allt annað?

Svo virðist vera ef marka má hin tíðu og slæmu slys, sem verða vegna notkunar þeirra við akstur bíla og við ótal annað, sem fólk er að gera. 

"Var að teygja sig niður til að reyna að ná í farsíma, sem hafði dottið í gólfið" er ritað í eina skýrsluna yfir alvarlegan árekstur, sem varð vegna þess að bílstjórinn, sem hafði misst símann, ók þvert í veg fyrir umferðina á móti á meðan hann var að reyna að "bjarga" farsímanum frá því að liggja á gólfinu. 

Á einum þeirra vegarkafla, þar sem einna flest alvarleg slys hafa orðið í vegakerfinu, hafa tvö þeirra að minnsta kosti orðið vegna forgangsins sem snjallsímarnir hafa áunnið sér.

Og nú er svo komið að allt vegakerfið eins og það leggur sig er orðið að einni risastórri svartri klessu í stað svartblettanna, sem fyrrum voru í varasömum beygjum. 

Lestur af snjallsímum og skjám nýtur ekki aðeins forgangs í bílum og flugvélum, heldur einnig hjá hjólreiðafólki og göngufólki á hjólastígum og gangstígum.  

Síðuhafi axlarbrotnaði í upphafi þessa árs vegna þess að á dýrasta og besta hjólastíg landsins mætti hann á hjóli sínu öðru hjóli þar sem hjólreiðamaðurinn starði niður fyrir sig til að reyna að lesa af skjá og sveigði snögglega og fyrirvaralaust yfir á rangan helming stígsins. 


mbl.is Þarf að slökkva á símanum í flugi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband