Sagan endalausa: Dýrkeypt skeytingarleysi gagnvart vegfarendum.

Það stingur í augu sem mikill munur á þjónustu við vegfarendur miðað við það sem veður uppi hér á landi, þegar ekið er um vegi í nágrannalöndum okkar og sést hve vel er hugað að því við vegaframkvæmdir erlendis að allir aðilar, sem vegaframkvæmdirnar hafa áhrif á, fái tímanlega sem gagnlegastar upplýsingar um framkvæmdirnar og möguleika fyrir vegfarendur til að bregðast við þeim. 

Sjá má dæmi erlendis um að glöggar upplýsingar séu veittar tugum kílómetra frá þeim stað, þar sem breytingarnar eru gerðar, til þess að tryggja sem minnsta röskun á ferðum vegfarenda, og að sem best flæði og öryggi fáist, en allt þetta er spurning um að ekki skapist óþarfar tafir og fjárútlát í umferðinni sjálfri. 

Sem sagt; heildaryfirsýn og þjónusta sem tryggja sparnað þegar á heildina er litið. 

Þetta hugarfar virðist oftast vera framandi hér á landi. 

Á þessari bloggsíðu hefur margoft verið bent á dæmi um hroðvirkni og skeytingar- og tillitsleysi, sem viðgengst óátalið hér á landi í þessum efnum. 

Svo sem þegar ökumenn fengu ekki upplýsingar um lokaða Suðurlandsbraut hér um árið, fyrr en þeir höfðu ekið að skurðbakkanum sjálfum; þegar 700 manna íbúðabyggð við Háaleitisbraut var lokuð inni snemma morguns og fram á miðjan dag án þess að merkingar eða upplýsingar væru gefnar kvöldið áður; eða þegar eitt merki á réttum stað á Reykjanesbraut hefði getað komið í veg fyrir að fólk þyrfti að aka aukalega sex kílómetra í þremur bæjarfélögum í stað eins kílómetra vegba lokunar á frárein frá Reykjanesbraut inn í Garðabæ við Vífilsstaði. 

Nú er það Bústaðavegurinn og síðan verður það auðvitað áfram og áfram æ ofan í æ. 

 


mbl.is Vissu ekkert fyrr en þau sáu skilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta mál er allt hið undarlegast því það er ekki sjálf breikkun götunnar sem er "inni í bakgarði" viðkomandi húsa heldur notaði Orkuveitan tækifærið fyrst verið var að grafa upp svæðið til að ráðast í viðgerð á bilaðri hitaveitulögn sem liggur undir hljóðmöninni. Nauðsynlegt viðhald á veitukerfum þarf eftir því sem mér skilst ekki að setja í grenndarkynningu og sú framkvæmd heldur því áfram þó íbúarnir hafi unnið kærumál vegna breikkunarinnar. Það eina sem leiðir af þeim úrskurði er að breikkunin tefst og þrengingar á götunni vegna hennar munu standa lengur en ella, vegfarendum til óþæginda. Á sama tíma heldur jarðraskið í "bakgarði" íbúanna áfram enda hefur engin úrskurðað um stöðvun endurnýjunar á lögninni. Að sjálfsögðu verður hljóðmönin reist á ný að framkvæmdum loknum þó þurft hafi að fjarlægja hluta hennar tímabundið til að komast að lögninni. Ég hef á tilfinningunni að það hafi verið afar misráðið að ráðast í þetta kærumál, en um leið verður maður auðvitað að virða rétt fólks til að láta reyna á slíkt ef því sýnist.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2019 kl. 13:44

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar ég reyndi að ýta aðeins við þeim hjá verktökum og borginni vegna innilokunar 700 manns við Háaleitisbraut fékk ég bara skæting og offors frá talsmanni verktakans. 

Í ljós kom að hann hafði brotið útboðsskilmála en hjá borginni fengust þau svör að það væri svo litlir peningar og mannskapur hjá Gatnamálastjóra að það væri eki hægt að fylgja svona málum eftir. 

Ómar Ragnarsson, 28.10.2019 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband