Aðdragandi Hrunsins og Hrunið sjálft ollu miklum usla hjá fjölmiðlunum.

Fyrsti áratugur þessarar aldar reyndi mjög á fjölmiðlana. Í græðgisbólunni fram til 2008 buðu fjársterkustu fyrirtækin í öflugustu fjölmiðlamennina og það olli ákveðnum atgerfisflótta. 

Ekki tók betra við í Hruninu sjálfu, því að þá töldu margir fjölmiðlar sig neydda til að segja upp sumum af sínum öflugustu starfsmönnum og ráða sem ódýrasta í staðinn. 

Gott einstakt dæmi var einn þrautreyndasti og færasti blaðamaðurinn, sem tók sín viðtöl án nokkurrar nútíma tækni, svo sem diktafóns eða hljóðupptöku og skrifaði viðtalið á augabragði strax á eftir svo að ekki þurfti að leiðrétta einn einasta staf. 

Í stað hans voru víst ráðnir þrír óreyndir blaðamenn, sem afköstuðu samanlagt hvergi nærri því sem afburðablaðamaðurinn hafði áður afkastað. 

Enn hafa fjölmiðlarnir ekki jafnað sig eftir hremmingar undanfarinna ára, og það hlýtur að hafa haft áhrif á það að nú birtist 40 ára gamall verkfallsdraugur á þessum vettvangi. 


mbl.is Vinnustöðvun liggur fyrir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstaða Íslands: Eyja, 1300 kílómetra frá meginlandi.

Enn einu sinni kemur upp atvik, sem leiðir óhjákvæmilega hugann að því kæruleysi, sem er landlægt hér varðandi alþjóðaflugvelli þess útskers, sem Ísland er, miðað við önnur lönd. 

Í flestum löndum Evrópu eru stuttar vegalengdir á milli stórra alþjóðaflugvalla, sums staðar hægt að velja úr meia en tíu góðum flugvöllum í minna en hálftíma fjarlægð. 

Hér á landi er vegalengdin um 1300 kílómetrar til flugvalla í Skotlandi og Noregi, klukkustundar lengra flug en hér á landi til hinna íslensku alþjóðaflugvalla, sem eru í raun ekki nógu góðir. 

Í raun er ekki hægt að tala um nema einn almennilegan alþjóðaflugvöll hér á landi og vegna þess hve berskjaldaður hann er fyrir slæmum flugveðurskilyrðum, er bagalegt að hann skuli ekki eiga sér jafnoka hér á landi. 

Á Akureyri er skortur á flugvélastæðum, og þarf tiltölulega lítið til að völlurinn verði ónothæfur af þeim sökum. Auk þess eru aðflugsskilyrði erfið. 

Egilsstaðaflugvöllur er sama marki brenndur auk þess að vera með hættulega stutta flugbraut. 

Fáránlegt er hvernig tún við syðri brautarendann hefur forgang fram yfir svona mikilvægt samgöngumannvirki og takmarkar notagildið í lendingu úr suðri, vegna þess að þjóðvegurinn með ljósastaurum sínum hefur ekki verið færður til. 

Ofan á þetta er síðan sótt að Reykjavíkurflugvelli sem hefur þann dýrmæta kost að þangað er hiindranalaust og stutt flug frá Keflavík, sem stundum er lokaður vegna veðurs á sama tíma sem veðurskilyrði eru betri í Reykjavík. 

Tæknilega væri auðvelt að lengja austur-vestur brautina 13/31 á Reykjavíkurflugvelli svo að að allar þotur geti gripið til hans ef í nauðirnar ræki. 

Hvað gerist ef Keflavíkurflugvöllur lokast á versta hátt; flugvél sem hlekkst hefur á og er óhreyfanleg á brautarmótum?

 


mbl.is Segir vélina hafa haft nægt eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband