Aldrei að vita hvað kaupahéðnum dettur í hug.

Black Friday og Cyber Monday eru dæmigerðir fyrir það að meira að segja sé hægt fyrir kaupahéðna að nýta atburð í sögu Bandaríkjanna, sem hafa engin tengsl við aðrar þjóðir, til þess að gera sér stórgróða. 

Í þessu tilfelli er atburðurinn landnám hóps Englendinga á austurströnd Bandaríkjanna, sem fæddi af sér Thanksgiving day. 

Nú bregður svo við að það eru Kínverjar sem eiga hugmyndina að degi einhleypra, sem er margfalt skárri hugmynd eins og hinar tvær og alveg jafn ágæt og dagur elskenda, sem á sér sögu margar aldir aftur í tímann í mörgum löndum. 


mbl.is Orðinn stærstur af „risunum þremur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Á hreindýraslóðum", kvikmyndin, sem mönnum sást því miður yfir.

Kvikmyndin "Á hreindýraslóðum", sem Eðvarð Sigurgeirsson tók í ferð inn í Kringilsárrana 1943, var friðaður allt fram til 2006, þegar byrjað var að drekkja honum í aurvatn Hálslóns vegna Kárahnjúkavirkjunar. 

Raunar er textinn með myndinni einstakur að öllu leyti, langt á undan sinni samtíð og raunar framúrstefnulegur enn í dag, eins og sést vel á þeim hluta hans sem Andri Snær Magnason birtir í bók sinni Sagan af tímanum og vatninu. 

Gildi Kringilsárrana fólst ekki aðeins í einstæðum jarðminjum og gróðurfari, heldur einniggn í því að þetta gróðurfar og skjól í þeim hluta hans, sem hallaði niður að Jöklu, tryggði tilveru dýranna, sem annars voru í útrýmingarhættu hér á landi. 

Sá fjórðungur ranans, sem sökkt var í aur Hálslóns var einmitt skjólsælasti hluti hans, og jökulsárnar Kringilsá og Jökla sáu um að vernda dýrin fyrir ágangi. 

Ef þessi kvikmynd hefði orðið að gagni sem heimild við kynningu á svæðinu, sem umturnað var vegna lónsins, hefði það getað orðið mikilsvert. 

Því miður sást mönnum yfir það. 

Nú má Kringilsárrani muna fífil sinn fegri, fossunum þremur í Kringilsá verið drekkt, þremur í aur og þess efsta, stærsta foss á hálendinu norðan Vatnajökluls, bíða sömu örlög, en er reyndar á kafi í lóninu frá júlí/ágúst og fram á vor. 

Hreindýrin, sem áður voru í rananum og á Brúaröræfum eru farin og stækkandi hluti ranans er sandi orpinn vegna leirfoks fyrri hluta sumars. 


mbl.is Hreindýrin veidd þrátt fyrir friðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drengskapur Dana var einstakur á heimsvísu.

Það þarf ekki annað en að skoða frægustu söfn heims til að sjá hve einstakan drengskap Danir sýndu Íslendingum með hinni miklu afhendingu helstu íslensku handritanna 1971. 

Í frægustu söfnunum í París og London eru firn af mörgum af merkustu minjum og dýrgripum heims, sem þessar nýlenduþjóðir sönkuðu að sér í nýlendunum í Afríku og Asíu og dettur ekki í hug að skila til síns heima. 

Þetta þýðir að vísu ekki að ekkert megi endurskoða varðandi íslensku handritin í ljósi reynslunnar sem fengist hefur í tæpa hálfa öld, en varast skyldi að hrapa að gassafengnum niðurstöðum. 

Þess má geta í þessu sambandi að Jón Sigðursson hafði lungann af starfsævi sinni laun frá danska ríkinu þegar hann bjó í Kaupmannahöfn og vann þar ómetanlegt starf í þágu dsnskrar og norrænnar menningar. 

Fágætt verður það að teljast á heimsvísu í ljósi þess að Jón var forystumaður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, að hann hefði slíka stöðu hjá ígildi nýlenduveldis. 


mbl.is Handritin eigi heima í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt flóknasta og erfiðasta viðfangsefnið.

Deilur um fíkniefni hafa verið áberandi í íslensku þjóðlífi og stjórnmálum síðustu 130 ár.

Því að áfengi er fíkniefni, og sett var á áfengisbann 1915 en síðan aflétt 1937 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Sterkur bjór kom 1989 og sí og æ eru lögð fram frumvörp um sölu víns í almennum verslunum. 

Áhugafólk um kannabis mæla með því að leyfa neyslu þess á svipaðan hátt og vín er leyft, en þeir, sem gerst ættu að vita um afleiðingar þess, fólk, sem hefur farið í meðferð vegna hassneyslu eða fengist við slík mál, mælir margt sterklega gegn því að fara að fjölga leyfðum fíkniefnum. 

Meðal röksemda gagn því að leyfa hassið, er sú, hve lúmsk að því er virðist sakleysileg neysla þess sé;  og oft á tíðum grunnur undir neyslu sterkari efna. 


mbl.is Ekki einfalt að afglæpavæða neyslu fíkniefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband