Drengskapur Dana var einstakur á heimsvísu.

Það þarf ekki annað en að skoða frægustu söfn heims til að sjá hve einstakan drengskap Danir sýndu Íslendingum með hinni miklu afhendingu helstu íslensku handritanna 1971. 

Í frægustu söfnunum í París og London eru firn af mörgum af merkustu minjum og dýrgripum heims, sem þessar nýlenduþjóðir sönkuðu að sér í nýlendunum í Afríku og Asíu og dettur ekki í hug að skila til síns heima. 

Þetta þýðir að vísu ekki að ekkert megi endurskoða varðandi íslensku handritin í ljósi reynslunnar sem fengist hefur í tæpa hálfa öld, en varast skyldi að hrapa að gassafengnum niðurstöðum. 

Þess má geta í þessu sambandi að Jón Sigðursson hafði lungann af starfsævi sinni laun frá danska ríkinu þegar hann bjó í Kaupmannahöfn og vann þar ómetanlegt starf í þágu dsnskrar og norrænnar menningar. 

Fágætt verður það að teljast á heimsvísu í ljósi þess að Jón var forystumaður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, að hann hefði slíka stöðu hjá ígildi nýlenduveldis. 


mbl.is Handritin eigi heima í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleymum ekki "the Partheon Marble" sem Tjallinn Earl of Elgin stal í Grikklandi, Akropolis og flutti til Bretlands. Styttunum hefur ekki verið skilað. Þær gerði snillingurinn Phidias og hans menn meira en 400 árum fyrir Krist. Þær voru hluti af Parthenon, Propylaes og Erechteum og talin með mestu listaverkum mannkynsins.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.11.2019 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband