Þúsunda megavatta vindorkuvirkjanir í stjórnlausri óreiðu um allt land?

Erlendir og innlendir fjárfestar keppast nú við að kaupa upp jarðir um allt land til að reisa á þeim vindorkuvirkjanir. Ekki er að sjá að nein yfirsýn sé yfir þetta nýja virkjanaæði, þar sem allt landið, strandir þess og jafnvel grunnsævi eru undir. 

Vindorkuvirkjanir geta náð nær ótarkmarkaðri stærð, og orka hins stærsta í heiminum er mæld í þúsundum megavatta. 

Fjárfestarnir flýta sér að komast sem lengst í jarðakaupum og undirbúningi á meðan ringulreið og skipulagsleysi ríkir. 

Það er skiljanlegt að peningamennirnir geri það, því að með því geta þeir myndað þrýsting til að kom sér í sem sterkasta stöðu, sem gæti gefið möguleika á að stilla stjórnvöldum og landsmönnum upp við vegg. 

Vindorkan hefur marga kosti, sem gera hana áhugaverða og gagnlega, svo framarlega sem vel er haldið á spilum og ekki stofnað til stjórnlauss jarðakaupakapphlaups og virkjanakapphlaups. 

 


mbl.is Vindmyllur á Hólaheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú reynir á þolrifin hjá langfjölmennustu lýðræðisþjóð heims.

Indverjar eru 1,3 milljarðar og Indland, Pakistan og Bangledesh hýsa ríflega 1,8 milljarða, eða fjörðung alls mannkyns. 

Á þessu landsvæði, sem áður var hluti af breska heimsveldinu undir heitinu Indland, býr mun fleira fólk en býr samanlagt í Evrópu og Norður-Ameríku. 

Indland er að mörgu leyti heimur út af fyrir sig og lýðræðið þarf að takast á við óhemju flókin og stór viðfangsefni, sem hrannast upp samfara hinni miklu iðnvæðingu og mengun og öðrum stórvandamálum af hennar völdum. 

Í alræðisríkinu Kína hefur líka verið eindæma uppgangur, sem að sumu leyti virðist léttara að ná tökum á í krafti einræðisins. 

Þess vegna er það afar mikilvægt að langfjölmennasta lýðræðisþjóð heimsins fari að ná skárri tökum á aðal viðfangsefni sínu en verið hefur raunin hingað til. 


mbl.is Indverjar geti lært af Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara forsmekkur af því, sem koma skal?

Hundruð milljóna jarðarbúa eiga heima á svæðum, sem munu sökkva í sæ með hækkandi sjávarstöðu.

Einkum eru það milljóna tuga hafnarborgir, sem flæða munu í kaf, hægt og bítandi ef marka má spár þar um. 

Rétt er að ítreka það, að allt tal um að breytingar vegna hlýnunar loftslags hafi ekki haft slíkar afleiðingar fyrir eitt þúsund eða tvö þúsund árum er út í bláinn, því að svæðin, sem um ræðir voru lítt eða ekki byggð fyrrum, þegar mannfjöldi á jörðinni var aðeins lítið brot af því sem nú er. 

Og það er ekki hægt að yppta öxlum og segja að um sé að ræða einn metra eða ðrfáa metra, því að það hefur ótrúlega mikil áhrif þar sem flatlendið er gersamlega lárétt, þótt hækkun sjávar sé mæld í brotum úr metrum. 

Það blekkir líka, að það langt getur verið á milli stórflóða, að það sé ekki fyrr en í flóði eftir áratugi, sem veikleikinn kemur í ljós. 


mbl.is „Við höfum eyðilagt Feneyjar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband