Þúsunda megavatta vindorkuvirkjanir í stjórnlausri óreiðu um allt land?

Erlendir og innlendir fjárfestar keppast nú við að kaupa upp jarðir um allt land til að reisa á þeim vindorkuvirkjanir. Ekki er að sjá að nein yfirsýn sé yfir þetta nýja virkjanaæði, þar sem allt landið, strandir þess og jafnvel grunnsævi eru undir. 

Vindorkuvirkjanir geta náð nær ótarkmarkaðri stærð, og orka hins stærsta í heiminum er mæld í þúsundum megavatta. 

Fjárfestarnir flýta sér að komast sem lengst í jarðakaupum og undirbúningi á meðan ringulreið og skipulagsleysi ríkir. 

Það er skiljanlegt að peningamennirnir geri það, því að með því geta þeir myndað þrýsting til að kom sér í sem sterkasta stöðu, sem gæti gefið möguleika á að stilla stjórnvöldum og landsmönnum upp við vegg. 

Vindorkan hefur marga kosti, sem gera hana áhugaverða og gagnlega, svo framarlega sem vel er haldið á spilum og ekki stofnað til stjórnlauss jarðakaupakapphlaups og virkjanakapphlaups. 

 


mbl.is Vindmyllur á Hólaheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er hryllingur, Ómar. Vindorkuver hafa hér marga ókosti:

Þau stuðla að því, að 1) héðan verði lagður sæstrengur til að selja rafmagn í stórum stíl úr landi, og þar með er stuðlað að 2) tvöföldun, jafnvel þreföldun rafmagnsverðs til heimila og fyrirtækja, með ómældum skaða, sem valda mun 3) gjaldþrotum og missi fyrirtækja úr landi, og þar með verður enn ein afleiðingin 4) mjög umtalsvert atvinnuleysi, t.d. hjá Akurnesingum og Austfirðingum.

5) Með sjónlýtum vegna stórra vindorkugarða verður náttúrufegurð spillt víða um land.

6) Jafnvel barnamálaráðherrann* vill taka þá áhættu í sínu NV-kjördæmi að útrýma arnarstofninum, en fjöldi fugla ferst í hverri viku í vindorkuverum, það er jafnvel byrjað á Búrfellssvæðinu syðra, í boði Landsvirkjunar, sem Hörður Arnarson náttúruspillir notar sem sitt sjálfstýriapparat, rétt eins og vinstrimenn stýra Fréttastofu DDRúv, og er þá langt til jafnað!

* Ásmundur Einar hefur alls ekki efni á þessum gríðar-umfangsmikla vindorkugarði í Dalasýslu, en er sagður í bandalagi við eða leppur mikils fjárplógsmanns í Framsóknarflokknum, og eins er líklegt, að hann treysti á styrki frá Evrópusambandinu sem fáanlegir eru til slíkra þjóðfjandsamlegra verkefna.

Jón Valur Jensson, 16.11.2019 kl. 22:54

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég varaði við 10 vegvísum leiðar til virkjana hverrar einustu sprænu og hvers á landinu í Fréttablaðinu í sumarbyrjun, en vegvísarnir voru orðnir þrettán vikum eftir að greinin birtist. Einu sinni var sagt um baksvið fjármálafléttna:  Rómverjar - qui bono?, Bandaríkjamenn - rektu slóð peninganna, Frakkar - leitaðu að konunni í spilinu,  og Ísland: Finndu Finn (Ingólfsson).  

Ómar Ragnarsson, 17.11.2019 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband