Indriði hefur gefið Íslandi falleinkun varðandi auðlindarentu.

Það blasir við að arðrán ríkra þjóða á auðlindum fátækra þjóða þýðir, að hinar fátæku þjóðir fá enga eða sáralitla auðlindarentu af náttúruverðmætum sínum. Þessu lýsir Indriði H. Þorláksson fyrrverandi ríkisskattstjóri í pistli á vef Stundarinnar, en Indriði býr yfir einhverri mestu þekkingu og reynslu hér á landi á þessu sviði.   

En það er til annað auðlindaarðrán sem Indriði hefur áður lýst vel, og það er það arðrán, sem erlend og innlend stórfyrirtæki komast upp með hér á landi og hafa lengi komist upp með. 

Hann hefur af rökfestu og þekkingu varpað ljósi á þetta fyrirbæri árum saman, en að mestu fyrir daufum eyrum. 


mbl.is Dapurlegt dæmi um arðrán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðmunurinn er sláandi. "Það, sem hækkar, hlýtur að lækka."

Eitt af því fyrsta sem vekur athygli Íslendings á ferð erlendis er hinn mikli verðmunur, sem er á hótelgistingu þar og hér á landi. 

Hann virðist vera meiri en svo, að það sé hægt að útskýra hann með sæmilegu móti, og viðskiptavinir hótela eru í vaxandi mæli meðvitaðir um það að vera að versla á alþjóðlegu markaðssvæði, jafnvel þótt Ísland liggi fjarri öðrum löndum. 

Hætt er við því, að erlenda orðtakið muni fara að eiga við varðandi það, að það sem hækkar, líkt og þjónusta við ferðamenn hefur gert hér á landi síðan 2011, muni óhjákvæmilega lækka. (What goes up must come down). 


mbl.is Nóttin á nokkur þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband