Verðmunurinn er sláandi. "Það, sem hækkar, hlýtur að lækka."

Eitt af því fyrsta sem vekur athygli Íslendings á ferð erlendis er hinn mikli verðmunur, sem er á hótelgistingu þar og hér á landi. 

Hann virðist vera meiri en svo, að það sé hægt að útskýra hann með sæmilegu móti, og viðskiptavinir hótela eru í vaxandi mæli meðvitaðir um það að vera að versla á alþjóðlegu markaðssvæði, jafnvel þótt Ísland liggi fjarri öðrum löndum. 

Hætt er við því, að erlenda orðtakið muni fara að eiga við varðandi það, að það sem hækkar, líkt og þjónusta við ferðamenn hefur gert hér á landi síðan 2011, muni óhjákvæmilega lækka. (What goes up must come down). 


mbl.is Nóttin á nokkur þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skýringin felst að hluta til hversu dýrt eða ódýrt landið er. Í þeim löndum sem hótelgisting er ódýr er kaupmáttur yfirleitt minni en hér og matur ódýrari. Það verður að taka það með í samanburðinn.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 19.11.2019 kl. 09:47

2 identicon

Ef borið er saman við verð í löndum þar sem laun eru svipuð er gistingin á svipuðu verði. Hér eru greidd ein hæstu laun í heimi. Fyrirtæki hafa hagrætt með því að fækka starfsfólki og auka álag á þá sem eftir eru. Þannig skiluðu síðustu kjarasamningar meiri fækkun hjá fleiri fyrirtækjum en fall WOW.

Vagn (IP-tala skráð) 19.11.2019 kl. 12:31

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta eru að vissu leyti orsakir, sem nefndar eru, en viðskiptavinurinn horfir bara á buddu sína, því miður. 

Ómar Ragnarsson, 19.11.2019 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband