Hver er stærsti ókostur falsfrétta?

Stigmögnun svonefndra falsfrétta varðandi stjórnmál undanfarin ár er auðvitað alvarleg ógn við lýðræðið, en annar ókostur þeirra er jafnvel enn verri, en er það lúmskur, að sjaldan er á hann minnsti. 

Hann er sá, að þegar magn stórlega misvísandi frétta er komið yfir ákveðin mörk, myndast hætta á því að meirihluti kjósenda hætti að trúa nokkurri frétt, hvor sem það er falsfrétt eða óhrekjanleg staðreynd sem felst í henni og bæti jafnvel um betur með því að hætta alveg að fylgjast með nauðsyhlegum staðreyndum.  

Ef niðurstaðan verður þessi, hrynur helsta grunnstoð virks nútima lýðræðis. 

Og stuðningsmenn helstu talsmanna þjóðernisofstækis og svokallaðra sterkra leiðtoga þeirra, sem vilja beita svipuðum aðferðum og notaðar voru fyrir Seinni heimsstyrjöld, eru að sjálfsogðu manna iðnastir við að breiða út eigin falsfréttir en saka jafnframt aðra hástöfum um að gera það. 


mbl.is Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunasamtök tuga þúsunda fólks með bakveiki?

Fróðlegt væri að vita hve margar tugþúsundir Íslendinga hafa þjáðst vegna bakveiki og glimt við skert lífsgæði af ýmsum toga af þeim sökum. 

Afar líklegt er að tjónið af völdum þessum margbrotna kvilla sé miklu meira en margir halda. 

En það er ekki það versta, heldur hitt að í eltingarleik við tískustrauma í hönnun og útliti húsgagna, fjölgar þeim stólum, sófum og öðrum húsgögnum hratt, sem beinlínis gera það ómögulegt fyrir bakveikt fólk að sitja eða liggja öðruvísi en að lagið á þessum gögnum fari illilega í bakið á þeim. 

Verst er að sjá hvernig húsgögn á heilbrigðisstofnunum taka víða ekkert tillit til sjúklinganna, sem þangað koma , til dæmis til að þess að bíða á biðstofum. 

Má segja um það, að heggur sá er hlífa skyldi. 

Fyrir um hálfri öld gengu sænskir bílaframleiðendur í það að fá sérfræðilækna til að hanna framsæti í bíla sína, sem ollu straumhvorfum í gerð framsæta. 

Þörfin fyrir álíka byltingu í gerð stóla almennt er brýn og myndi ekki aðeins borga sig í minni þjáningum bakveikissjuklinga, heldur verða mikilla fjármuna virði í afköstum og lífsgleði tugþúsunda manna. 

Það er tilefni til þess að fjalla nánar um þetta hér á síðunni með myndum, sem þegar er byrjað að taka. 


mbl.is Samtök fólks með hausverk?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftþurrkun handa hefur líka reynst hæpin.

Í tengdri frétt á mbl. er greint frá nýjum niðurstöðum á rannsókn á hreinlæti við handþvott í flugvélum, þess efnis, að oftar en ekki væri skrárra að þvo sér alls ekki. 

Þetta bætist ofan á niðurstöðu annarrar könnunar fyrir nokkrum árum, sem leiddi í ljós, að í mörgum tilfellum þyrluðu loftblásarar upp fleiri sýklum en ef þurrkararnir hefðu ekki verið notaðir. 

Niðurstaða:  Nota frekar bréfþurrku, þótt það kosti eyðslu á pappír. 

Já´, það er greinilega ekki alltaf allt sem sýnist í þessum efnum. 


mbl.is Varað við handþvotti í flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband