Enn á ný sækja múrarnir á.

Fram til 1989 voru múrar, bæði rammgerir og raunverulegir eins og Berlínarmúrinn, eða virkir í fjölbreytilegu formi, áberandi í samskiptum þjóðanna. 

1947 sagði Winston Churchill í frægri ræðu sem kennd var við Fulton að rammgert Járntjald hefði verið reist frá Eystrasalti í norðri suður til Miðjarðarhafs. 

Fram eftir öldinni var ígildi múrs í formi Apartheid aðskilnaðarstefnu stjórnvalda hvítra í Suður-Afríku og fyrsta aðgerð Gandhis sem féll undir hugtakið borgaraleg óhlýðni beindist gegn hindrunum sem voru við lýði í landinu. 

Norður-Kórea varð æ lokaðra land.

En síðan gerðist að Berlínarmúrinn og Járntjaldið og Apartheid stefnan í Suður-Afríku féllu óvænt, og heimurinn stóð í þeirri trú að upp væri runnin tími brúa í stað múra. 

En á síðustu árum er þetta að snúast við. Komnir eru til valda áhrifamiklir stjórnmálaflokkar, ríkisstjórnir og valdagráðugir leiðtogar, sem vilja ólmir reisa múra í stað þess að byggja brýr. 

Norður-Kórea r lokuð sem aldrei fyrr, mikill múr hefur verið reistur til að loka Palestínumenn inni í hernumdu landi sínu og hart sótt fram í því að reisa úr milli Bandaríkjanna og Mexíkó. 

Ótaldar eru allar þær fjölbreyttu aðgerðir sem eru ýmist komnar í gildi eða verið að undirbúa, og birtast í formi tollmúra og hliðstæðra hafta. 

Enn á ný sækja múrarnir á.

Á sínum tíma stóð Reagan Bandaríkjaforseti við Brandenborgarhliðið og grátbað Gorbatsjov að rífa múrinn. 

Núverandi forseti BNA er hins vegar önnum kafinn við að mæla fyrir því að reisa múra af fjölbreyttu tagi nánast hvar sem því verður við komið og verði stærsta draumsýn hans að veruleika, mun glæsilegasti múr okkar tíma rísa, meira en 3000 kílómetra langur, og afgirða hinn endurheimta glæsileika Ameríku, sem er aðeins norðan þessa glæsta mannvirkis.  


mbl.is Og ekkert var eins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kuldatrúarmenn hörfa aftur um árþúsundir.

Afneitarar hlýnunar loftslags sem héldu jafnvel fram hraðri kólnun á timabili, hafa nú byrjað að hörfa nokkur árþúsund og allt að milljónir ára aftur í tímann, með þeirri röksemd að hlýnunarskeið fyrir þúsund árum og annað hlýnunarskeið fyrir tvö þúsund árum hafi ekki haft neinar hamfarir í för með sér. 

Með því að jafna núverandi byrjun á enn stærra og langvinnara hlýnunarskeiði við hin gömlu hlýnunarskeið ganga afnteitararnir alveg fram hjá þeirri staðreynd að fjöldi jarðarbúa var fyrir öldum og árþúsundum aðein örlítið brot af því sem nú er, og stór svæði á okkar dögum með hundruðum milljóna íbúa, sem munu verða fyrir barðinu á hækkun sjávar og öðrum afleiðingum hlýnandi loftslags, voru jafnvel óbyggð fólki fyrir eitt þúsund eða tvö þúsund árum. 

Sem íslenskt dæmi um þá gerbreytingu sem ný eða fjölmenn byggð veldur, eru snjóflóðin mannskæðu á Norðfirði, Flateyri og Súðavík þar sem fórust rúmlega 50 manns samtals af því að komin var þéttbýl byggð þar sem engin byggð hafi verið áður.

Annálsritarar fyrri alda greindu ekki frá þessum flóðum, af því að ekkert tjón varð af þeim. 

Samtímis flóðinu á Flateyri féll langsstærsta snjóflóðið innst í Dýrafirði.

Það snjóflóð vakti enga athygli því að búið var að færa þjóðveginn utar í fjörðinn og engin fórst í því.

Annað íslenskt dæmi:  Eyjafjallajökull. Þótt gosið í honum á nítmjándu öld hefði verið með jafn mikluð  öskufalli og gosið 2010 ekki haft nein áhrif á samgöngurnar eins og þær voru á  19. öld. 

Að sjálfsögðu á að miða mat á áhrifum hlýnunar á okkar tímum við það ástand heimsbyggðarinnar sem nú er, en ekki á það ástand sem ríkti við gerólíkar aðstæður fyrri árþúsunda. 


mbl.is Metfjöldi gróðurelda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband