Hið óumdeilda er jafn sterk ástæða til aðgerða og það umdeilda.

Það hentar fylgjendum sem mestrar neyslu og bruðls með auðlindir jarðar að leita eftir því að finna atriði í umræðunni, sem hægt er að deila um og sá efasemdum um loftslagsbreytingar í huga sem flestra. 

Með því að hafa þá umræðu sem allra mesta og ruglingslegasta kaffærir hún umræðu um hliðstæð atriði í eðli háskafarar mannkyns, sem eru óumdeild, svo sem súrnun sjávar og áhrif hennar sem og minnkandi súrefni í sjónum, að ekki sé minnst á það stóra atriði, að olía og önnur grundvallar hráefni, sem orkubruðl og neyslufíkn jarðarbúa þrífst á, munu ganga til þurrðar á þessari öld. 

Greta Thunberg hittir naglann á höfuðið þegar hún bendir á hið augljósa, að þær kynslóðir, sem nú ráða ríkjum á jörðinni, ætla sér að láta næstkomandi kynslóðir súpa seyðið af því að þurfa að borga fyrir hið skefjalausa bruðl.   


mbl.is Vonsvikinn með niðurstöðu loftslagsráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurlegt að kenna umhverfisverndarfólki um manntjón.

Dapurlegt er sjá umhverfisverndarfólki kennt um manntjón, sem varð í Sölvadal. Þetta hefur verið gert á að minnsta kosti einni bloggsíðu, og ítrekaðar beiðnir til bloggara um að sleppa svona ásökununum, sem eiga sér enga stoð, hafa hingað til verið hunsaðar. 

Í Sölvadal, þar sem slýsið varð, hefur aldrei verið lagst gegn línulögn eða endurnýjun á línulögn. 

Svipað er að segja um þau mannvirki, sem bilað hafa annars staðar. 

Í dag, fimm sólarhringum eftir að óveðrið skall á, er enn verið að koma rafmagni á í Svarfaðardal þar sem umhverfisverndarfólk hefur aldrei, svo vitað sé, haft nein afskipti af raflínulögnum, og ekkert af þeim víðtæku bilunum, sem glímt hefur verið við, hefur verið varðandi Byggðalínuna, sem er stóriðjulína, sem umhverfisverndarfólk hefur reynt að fá setta að einhverju leyti í jörð, meðal annars til þess að auka öryggi, en Landsnet hefur allan tímann þvertekið fyrir að leggja línuna að neinu leyti í jörð. 

Meira að segja stóð Landsnet lengi fast á því að fara með línuna yfir Kjarnaskógarsvæðið á Akureyri og þvert fyrir brautarenda Akureyrarflugvallar með tilheyrandi skerðingu á öryggi í aðflugi á vellinum.  


mbl.is Um 200 heimili enn án rafmagns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjun á nýjum "ílagi - ekki í lagi - í lagi - ekki í lagi" brandara?

Það er verið að ýja að því að hests-málið í Hafnarfirðí gæti orðið efni í nýjan Hafnarfjarðarbrandara.  

Það er ekki annað að sjá, að það sé óþarfi að leita að nýjum brandara, heldur frekar að endurnýjan gamlan brandara, sem minnst var á hér á síðunni og yfirfæra hann af bíl yfir á hest; 

sem sé gamla Hafnarfjarðarbrandarann um það þegar lögreglan stöðvaði hrörlegan bíl, og skoðaði hann á staðnum. Annar lögreglumaðurinn stóð fyrir framan bílinn en hinn fór aftur fyrir, og sá, sem stóð fyrir framan bílinn bað bílstjórann um að gefa stefnuljós. 

Hann gerði það og þá kallaði löggan, sem stóð fyrir aftan bílinn: "Í lagi - ekki í lagi - í lagi - ekki í lagi..." 

Hestmálið hefur nú þegar fengið þá byrjun, að athæfið hafi verið i lagi, síðan ekki í lagi, en núna í lagi. 


mbl.is Hestvagninn frjáls ferða sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband