Hið óumdeilda er jafn sterk ástæða til aðgerða og það umdeilda.

Það hentar fylgjendum sem mestrar neyslu og bruðls með auðlindir jarðar að leita eftir því að finna atriði í umræðunni, sem hægt er að deila um og sá efasemdum um loftslagsbreytingar í huga sem flestra. 

Með því að hafa þá umræðu sem allra mesta og ruglingslegasta kaffærir hún umræðu um hliðstæð atriði í eðli háskafarar mannkyns, sem eru óumdeild, svo sem súrnun sjávar og áhrif hennar sem og minnkandi súrefni í sjónum, að ekki sé minnst á það stóra atriði, að olía og önnur grundvallar hráefni, sem orkubruðl og neyslufíkn jarðarbúa þrífst á, munu ganga til þurrðar á þessari öld. 

Greta Thunberg hittir naglann á höfuðið þegar hún bendir á hið augljósa, að þær kynslóðir, sem nú ráða ríkjum á jörðinni, ætla sér að láta næstkomandi kynslóðir súpa seyðið af því að þurfa að borga fyrir hið skefjalausa bruðl.   


mbl.is Vonsvikinn með niðurstöðu loftslagsráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skildi vera búið að reikna út kolefnispor rafmagnsbílsns. vandamál heimsins er rusl. en ekki kolefni. vandamál hafsins er hreifíngarleisi en ekki hiti.  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 16.12.2019 kl. 07:28

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er búið að reikna út kolefnisfótspor rafmagnsbílsins og bera það saman við spor bensínbílsins, sem er margfalt meira. 

Þegar það er skoðað, ásamt því spori létts 125 cc bifhjóls, og tekið með í reikninginn gildi hjólsins vegna lítils rýmis þess á götunum og þess, að það er tíu sinnum ódýrara og tíu sinnum léttara en rafbíll, kemur 125 cc hjólið ekki verr út en rafmangsbíll, að ekki sé nú talað um rafknúið léttbifhjól. 

Ómar Ragnarsson, 16.12.2019 kl. 09:24

3 identicon

hef séð svona reikningskúnstir mín takmarkaða þekking á bulli nær varla yfir þessa útreikninga. svo vitlausir eru þeir. látum það vera. hjól er alt annað mál rími skiptir varla máli en eflaust er búið að betrumbæta vélarnar í þeim svo þær mengi minna hlutfalslega.

rafknúið reiðhjól er spenandi tilraun 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 16.12.2019 kl. 12:19

4 identicon

Súrnun sjávar og minnkandi súrefni í sjónum skýrist af hlýnun sjávar, sem skýrist af hlýnun loftslags. Það er óumdeilt. Hvort hlýnun loftslags sé prumpi kúa og manninum um að kenna eða ekki er umdeilt.

Það getur varla skipt miklu máli hvort olía og önnur grundvallar hráefni, sem orkubruðl og neyslufíkn jarðarbúa þrífst á, muni ganga til þurrðar á þessari öld eða einhverri annarri. Olía og önnur grundvallar hráefni eru ekki endurnýjanleg og munu ganga til þurrðar, það er óumdeilt. Spurningin er bara hvenær.

Þá vaknar sú spurning hvort nokkur ástæða sé til aðgerða. Þegar hið óumdeilda kallar ekki á neinar aðgerðir, aðeins hið umdeilda.  

Vagn (IP-tala skráð) 16.12.2019 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband