Öllu snúið á haus.

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, fetur dyggilega í fótspor fyrirmyndar sinnar í Bandaríkjunum í mörgu, ekki síst í umhverfismálum, þar sem báðir afneita harðlega öllum afleiðingum rányrkju og skeytingarleysis gagnvart meðferðinni á auðlindum jarðar og landi, og vilja ekki sjá að hernaðinum gegn landi, sjó og lofti linni, svo að notað sé svipað orðalag og íslenska Nóbelskáldið notaði um umhverfis- og náttúruverndarmál á Íslandi. 

Þegar fellibylur olli gríðarlegu tjóni undan austurströnd Bandaríkjanna sagði Trump að aumingjadómi íbúanna væri um að kenna, og hann sakaði slökkviliðsmenn í Kaliforníu og yfirmenn brunavarna að vera valdir að fordæmalausum skógareldum þar. 

Bolsonari virðist vera námfús, því að nú sakar hann slökkviliðsmenn og leikarann Leonardo DiCaprio um að hafa staðið að því að kveikja eldana, sem hafa geysað í Amazonskóginum.

Er það heldur betur hraustlega að verki verið hjá manni, sem sjálfur hefur hafið mestu herför í manna minnum gegn regsskóginum og íbúum hans.  


mbl.is DiCaprio svarar forseta Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ódýrasti, hagkvæmasti og einfaldasti kosturinn: Bættur Reykjavíkurflugvöllur.

Þrjú meginatriði hafa orðið til þess að Reykjavík er höfuðborgArsvæði Íslands, og öll snerta samgöngur, sem eru samtengdar, svo að ekkert eitt má vanta: Samgöngur á sjó, samgöngur á landi og samgöngur í lofti. 

Allar þessar samgöngur þurfa samgöngumannvirki og rými fyrir þau.

Reykjavíkurhöfn og starfsemin við hana tekur meira rými en flugvöllurinn, eða um 17 prósent og engum hefur hugkvæmst að flytja hana til Njarðvíkur, þótt það stytti siglingaleiðina til útlanda og að hafnarsvæðið gæti nýst fyrir íbúðabyggð. 

Hinar þrjár tegundir samgöngumannvirkja eru ástæða og forsenda fyrir íbúðabyggðinni; ekki öfugt. 

Landsamgöngumannvirki þekja mun stærra svæði í borginni en mannvirki fyrir flug og siglingar samanlagt. 

Í umræðunni um Reykjavíkurflugvðll er aldrei minnst á þá niðurstöðu síðustu athugunar í flugvallarmálum, að langeinfaldasta og hagkvæmasta lausnin felst í því að lengja austur-vestur braut vallarins svo að hann þjóni hlutverki sínu sem best sem varaflugvöllur fyrir millilandaflug og hugsanlega takmarkað millilandaflug þess utan, eftir atvikum og nauðsynlegum reglum.

Aðflug og fráflug á lengda austur-vesturbraut eru annars vegar yfir sjó og hins vegar yfir autt svæði í Fossvogsdal. 

Ef austur-vestur brautin verður aðalflugbraut vallarins leggst mestallt flug niður á norður-suður brautina, nema þegar hvasst er og vindurinn er nálægt þeirri brautarstefnu. 

Fráleitt er að hunsa reglur Alþjóða flugmálastofnunarinnar og láta aðeins tveggja ára veðurathuganir nægja í stað fimm ára, eins og stofnunin telur lágmark. 


mbl.is Hvassahraun ekki arðbært
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af svipuðum toga og hjá Tesla og komandi Volkswagen rafbílum.

Þegar bílar eru skoðaðir frá fyrri tímum, er athyglisvert að sjá, hvernig það liðu fjórir áratugir frá fyrstu bílunum sem þeir voru lítt breyttir í hönnun og útliti frá hestvögnunum, sem þeir leystu af hólmi.  

Í meginatriðum hafði vélin verið sett á þann stað fyrir framan farþegahúsið, þar sem hesturinn var áður.  

Þegar Tesla S kom fram og framendinn og afturendinn voru opnaðir, var vélbúnaðinn og orkugjafann hvergi að sjá, heldur var farangursgeymsla í báðum endum, líkt og var í Volkswagen 1500 þegar hann kom fram um 1960. Volkswagen_ID3-01-thumb@2x

Rafhlöðunum var hugvitssamega dreift um burðarvirki bílsins og þær hafðar sem neðst til þess að bæta þyngdardreifinguna og búa til heillegt burðarvirki sem miðaðist fyrst og fremst við staðsetningu og dreifingu rafhlaðnanna. 

Nú styttist í það að Volkswagen verksmiðjurnar komi með i3 bíl sinn á markaðinn með undirvagn og yfirbyggingu hannaða með það í huga að rafhlöðurnar falli inn í undirvagn og burðarvirki bílanna. 

Í viðbót við þetta styttist nú í betri rafhlöður með 20 prósent betri geymd og drægni og möguleika til margfaldrar styttingar hleðslutímans.  


mbl.is Rafhleðslan er hluti af bátsskrokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband