Mótspil kuldatrúarmanna: Október í Noregi sá kaldasti í tíu ár.

Árin tíu frá 2010-2019 eru þau hlýjustu á jörðinni síðan mælingar hófust, að því er nýjustu tölur herma. 

En það virðist ekki hagga trú manna, sem kalla mætti kuldatrúarmenn og grípa hvert hálmstrá til þess að sanna hið gagnstæða. 

Sem dæmi má nefna, að þegar þessi mál bar á góma fyrir nokkrum dögum, var því varpað fram hér á blogginu sem mótrökum af hálfu eins af þessum atneitunarsinnum, að í Noregi hefði síðastliðinn október hefði verið sá kaldasti í tíu ár. 

Noregur er nú reyndar innan við 0,01 prósent af flatarmáli jarðarinnar og því hlálegt að taka einn mánuð á þeim örlitla hluta jarðarinnar sem dæmi um kólnun loftslags, en enn hlálegra er að sjá hvernig látið er að því liggja að kaldasti óktóber af þeim tíu hlýjustu í sögu Noregs hafi verið einhver ísöld. 

 


mbl.is Áratugurinn sá heitasti sem mælst hefur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það vantar blaðsíður..."

Hér fyrr á árum hafði einn af eldri kynslóðinni aðgát ef hann þurfti að minnast á vitsmuni fólks, með því að segja einfaldlega: "Það vantar nokkrar blaðsíður í hann...". 

Þetta orðalag á við þegar talað er um minnkandi málskilning og orðaforða unglinga og ungs fólks. 

Mörg orðin, sem unga fólkið er margt hvert hætt að skilja, voru algeng í notkun allt fram á okkar daga, og eitt einkenni orðafæðarinnar er, að gripin eru upp einstök orð, sem útrýma eldri, betri, styttri og markvissari orðum. 

Þannig er tískuorðalagið "með þessum hætti" að ryðja í burtu orðunum "hvernig", "svona" "öðruvísi" og "hinsvegin." 

Dæmi: "Við ætlum að athuga með hvaða hætti er hægt að bæta þetta" í stað þess að segja: "Við ætlum að athuga hvernig er hægt að bæta þetta."

Æ oftar er tönnlast á orðunum "við erum að sjá" og "við erum að tala um", sem stundum er skotið inn aftur og aftur í orðræðuna í stað þess að nota beinar lýsingar án þessara aukaorða. 

Oft fylgir þetta óþarfa tal vaxandi sagnorðafælni, til dæmis; "við erum að sjá aukningu í fjölda nemenda" í stað þess að segja einfaldlega: "nemendum fjölgar."

Orðið "klárlega" ryður sér hratt til rúms á kostnað ágætra orða eins og "vafalítið", "eflaust," "vafalaust," "örugglega". 

Og áður hefur verið minnst á hið leiðinlega heiti "samnemandi", sem er að drepa mörg betri, fallegri og nákvæmari orð eins og "skólasystkin", "skólabróðir", "skólasystir", "bekkjarsystkin", "bekkjarbróðir" og "bekkjarsystir."


mbl.is Útkoman er umhugsunarverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband