Suðurlandsspásvæðið er stórt. Rætist gul viðvörun?

Það verður spennandi að fylgjast með veðrinu á Suðurlandi á morgun og því, yfir hve stóran hluta Suðurlandsundirlendisins gul viðvörun núna, síðla kvðlds á undan, á eftir að eiga við. 

Á vef Veðurstofunnar nú á tólfta tímanum er birt tölvuspá, en eins og jafnan stendur undir henni, að sé munur á henni og "textaspánni", sem birt er, en það er sá texti, sem lesinn er í útvarpinu, eigi textaspáin að gilda. 

En textaspánni og tölvuspánni ber býsna vel saman á þeim hluta Suðurlands, sem tilheyrir Suðurlandsundirlendinu. 

Í textaspánni er spáð 8-15 metrum á sekúndu og svipað er að sjá á tölvuspánni sem birtir spá fyrir einstakar veðurstöðvar, svo sem Kálfhól, sem er miðsvæðis. 

Gul viðvörun, sem birt er á mbl.is, og er eins konar þriðja útgáfa af veðurspánni, gildir hins vegar um allt spásvæðið eins og það leggur sig, en í gulri viðvörun er miðað meira en 20 metra á sekúndu. 

 


mbl.is Varað við stormi sunnanlands á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Teikað" og þeyst á skíðasleðum. Er eintak til?

Svonefndir skílasleðar voru algengir um miðja síðustu öld. Þeir voru með sérstöku sæti fremst fyrir farþega, bakið á sætinu var jafnframt fast stýri fyrir ökumanninn, sem knúði sleðann áfram með fótunum og ýtti á "stýrið". 

Ef farið var niður brekku eða hraðinn mikill af öðrum orsökum, var hægt að standa á öðru hvoru skíðinu, oftast vinstra megin, og láta hægri fótinn viðhalda hraðanum með snörpum spyrnum. 

Líka var hægt að standa á báðum fótum á skíðunum, sem voru raunar líkari skautajárnum en snjóskíðum. 

Hraðakstur á skíðasleðum var dýrlegt og hressilegt sport, sem eftirsjá er að. 

Þeyst var á æsihraða niður eftir gangstéttunum á Rauðarárholtinu, sem fyrstu ár þeirrar byggðar voru raunar ysti hluti malargatnanna, sem enn voru þar.

Annað sport og hættulegra var það að hanga aftan í stuðurum á bílum, sem oft voru býsna voldugir. 

Volkswagen Bjallan var einn af þeim síðustu í fólksbílasögunni, sem var með slíka stuðara. 

Þetta var kallað "að teika" og var vandasamt, sem er annað orð yfir hættulegt. 

Ekki minnist ég samt neins alvarlegs slyss í þvi sporti. 

Setið var um bíla þegar þeir fóru af stað og laumast til að hanga aftan í stuðurunum. 

Aldrei var sett upp skilti til að loka sleðagötum á Rauðarárholti og í Norðurmýri á þessum fyrstu 15 árum byggðar á Rauðarárholti, og aldrei fóru sögur af neinum sérstökum vandræðum eða slysum á því svæði í þeirri sérkennileg blöndu af opnu vetraríþróttasvæði og umferðargötum, sem oft varð til á hvítum vetrardögum. 


mbl.is „Varúð! Sleðagata“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt að það skuli ekki vera frétt.

Áratugum saman hefur það talist til frétta, misstórra þó, að leitað hafi verið að rjúpnaskyttum á veiðitímabilinu. 

Þangað til nú. 

Nú er það frétt, að engin frétt af þessum gamla sígilda toga skyldi vera á sveimi þetta árið. 

Og er það kannski svo mikil frétt eftir allt?  Eftir að eigendur snjallsímanna með gps kortunum geta leitað að sjálfum sér?


mbl.is Engin leit að rjúpnaskyttu í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband