Fjölgar "fjarverandi vegfarendum"?

Þegar síðuhafi gerir upp reynslu sína af því að hafa verið á ferð um hjóla- og göngustíga borgarinnar í fjögur ár, standa nokkur atriði upp úr varðandi fyrirbæri, sem nú er orðið meiri ógnvaldur í umferðinni en ölvun að sögn Samgöngustofu, og nota má yfir orðin "fjarverandi vegfarendur." 

Þetta er vaxandi fjöldi fólks, sem ýmist er upptekið í farsímum sínum eða aflestur af mælum undir stýri á bílum og hjólum eða gangandi, -  eða upptekið við hlustun í gegnum ýmist þráðlaus heyrnartól eða raunveruleg. 

Síðara fyrirbærið er einstaklega lúmskt þegar aðrir vegfarendur geta ekki séð hvers kyns er, fyrr en um seinan, því að sumt af þessu fólki, sem ekki heyrir hvað fer fram í kringum það, getur verið alveg einstaklega utangátta og jafnvel hættulegt gagnvart öðru fólki á förnum vegi. 

Nokkur eftirminnileg dæmi má nefna, meðal annars tvö skipti þar sem viðkomandi "fjarverandi vegfarandi" vék í öfuga átt við mætingu og hrakti hjólreiðamanninn, sem á móti kom út í limgerði utan gangbrautar þar sem hjólið hafnaði á tré! 

Þegar komið var í návígi og samstuð við þessa viðutan gangandi vegfarendur, blasti ástæðan við: Heyrnartól í eyrum höfðu greinilega svift þá nægilega ráði og rænu til þess að þessi uppákoma gæti orðið. 

Frá fornu fari eru bjöllur á reiðhjólum til þess að hægt sé að gefa staðsetningu þeirra til kynna. Nú orðið er þetta ágæta öryggistæki orðið gagnslítið og nær ekkert notað. 

 

 


mbl.is Þráðlaus heyrnartól í ræktina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munur á umferðarmenningu og hugsun hér og erlendis.

Síðuhafi hefur tengsl við nokkra Íslendinga, sem búa erlendis, og eru sammála um það, að þegar þeir koma í heimsókn til Íslands sé það ákveðið menningarsjokk. 

Nógu mikill mismunur á hegðun að það taki tíma að venja sig við það að eiga von á nánast hverju sem er. 

Hér á landi ríki banvæn blanda af streitu, óþoli og alveg einstakri sjálfhverfu, en sem dæmi ríki allt annar andi hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum þar sem hefð er fyrir því að hugsa heildstætt um sameiginlega hagsmuni allra varðandi það að umferðin gangi eins vel og örugglega fyrir sig og unnt er. 

Kolrangar skyndihugdettur eru framkvæmdar, samanber bílstjórann á Reykjanesbrautinni, sem olli alvarlegu bifhjólaslysi í fyrra með því að taka skyndilega u-beygju yfir miðlínu brautarinnar. 

Þetta eru lang algengustu slysin.  

Síðuhafi hefur tvívegis með þriggja ára millibili lemstrast og beinbrotnað á rafreiðhjóli vegna þess, að ökumenn, sem voru hið næsta honum, tóku ófyrirséðar ákvarðanir sem byggðust óframkvæmanlegum skyndihugdettum þvert ofan í aðstæður. 

Vandinn liggur djúpt ofan í landlægr hugsun (eða hugsunarleysi) og hegðun okkar í umferðinni. 

Annar þeirra leit sem snöggvast til vinstri þegar hann kom á bíl að gangbraut fyrir gangandi og hjólandi fólk, sem liggur yfir aðrein til hægri frá Grensásvegi til vesturs inn á Miklubraut. 

Honum sýndist að bil á milli bíla á Miklubrautinni gæfi honum færi á að skjótast inn í það og gleymdi í leiðinni að hann hafði hægt á sér fyrir umferð sem var að fara inn á gangbrautina. 

Um leið og hann jók hraðann til að skjótast áfram, gleymdi hann þeim sem var að fara inn á gangbrautina og sá á því augnabliki ekkert fram fyrir sig vegna þess að lág kvöldsól blindaði hann. 

Hann lenti því á aftanverðu rafhjólinu á þann hátt að hjólreiðamaðurinn sá hann ekki koma. 

Í hinu atvikinu tók rafhjólreiðamaður upp á því að reyna að lesa af illlæsilegum rafhlöðum´li á hjóli hans með því að horfa niður á hann og hætta að fylgjast með umferð á móti. 

Þetta tók lengri tíma en hann hafði áætlað og vegna ógreinilegrar merkingar á hvítu strikunum á miðjum hjólastígnum, sveigði hann yfir á rangan stígshelming beint í veg fyrir hjól sem kom á móti.  


mbl.is Mun ekki auka öryggi gangandi fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband