Hin raunverulega miðja höfuðborgarsvæðisins loks viðurkennd.

Frá upphafi þéttbýlis á bæjarstæði Reykjavíkurkaupstaðar var svæðið í kringum Tjörnina miðja þess. 

Þá lágu allar samgöngur af hafi inn til Reykjavíkurhafnar þar sem mættust sjóleið og landleið þaðan út um allt land. 

Þegar byggð óx, breyttust aðstæður mikið, og það mynduðust tvær meginlínur á landi, annars vegar frá Suðurland vestur um Seltjarnarnesið, sem Reykjavík stóð upphaflega alfarið á, en hins vegar sívaxandi umferð um leiðina að vestan og norðan og suður á Suðurnes í gegnum Mosfellsbæ, Ártúnshöfða, Mjódd, Smiðjuhverfi og Smárann í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfjörð. 

Þessar línur skerast í svæði sem er í raun stærstu krossgötur landsins og hafa verið það í nokkra áratugi. 

Engu að síður hefur hin gamla sýn um miðjuna við Tjörnina í Reykjavík haldið velli og bjagað raunhæfa sýn á það, að miðjan hefur færst þaðan austur í hverfið á Ártúnshöfða og svæðið þar í kring. 

Nú heyrist í fyrsta sinn svo síðuhafi muni úr munni borgarstjóra, að Ártúnshöfði liggi í miðju Reykjavíkursvæðisins og hefði það mátt gerast löngu fyrr. 


mbl.is Öðruvísi, betra og áhugaverðara hverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband