Hin raunverulega miðja höfuðborgarsvæðisins loks viðurkennd.

Frá upphafi þéttbýlis á bæjarstæði Reykjavíkurkaupstaðar var svæðið í kringum Tjörnina miðja þess. 

Þá lágu allar samgöngur af hafi inn til Reykjavíkurhafnar þar sem mættust sjóleið og landleið þaðan út um allt land. 

Þegar byggð óx, breyttust aðstæður mikið, og það mynduðust tvær meginlínur á landi, annars vegar frá Suðurland vestur um Seltjarnarnesið, sem Reykjavík stóð upphaflega alfarið á, en hins vegar sívaxandi umferð um leiðina að vestan og norðan og suður á Suðurnes í gegnum Mosfellsbæ, Ártúnshöfða, Mjódd, Smiðjuhverfi og Smárann í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfjörð. 

Þessar línur skerast í svæði sem er í raun stærstu krossgötur landsins og hafa verið það í nokkra áratugi. 

Engu að síður hefur hin gamla sýn um miðjuna við Tjörnina í Reykjavík haldið velli og bjagað raunhæfa sýn á það, að miðjan hefur færst þaðan austur í hverfið á Ártúnshöfða og svæðið þar í kring. 

Nú heyrist í fyrsta sinn svo síðuhafi muni úr munni borgarstjóra, að Ártúnshöfði liggi í miðju Reykjavíkursvæðisins og hefði það mátt gerast löngu fyrr. 


mbl.is Öðruvísi, betra og áhugaverðara hverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er þekkt að breytingar sem gerast hægt verða ekki merkjanlegar þegar maður kemur daglega. En þegar maður kemur aftur eftir nokkurn tíma verða þær merkjanlegar. Ég þurfti að koma við á ríkisstofnun í miðbænum um daginn og var verulega brugðið. Ég hafði ekki komið niður i miðbæ síðan fyrir 5 árum síðan. Aðgengi að þessari stofnum var gjörbreytt. Engin bílastæði nema í órafjarlægð í bílastæðahúsi. ÞAÐ voru komin einstefnuakstursgötur sem gerðu það að verkum að maður þurfti óratíma til að átta sig á aðgenginu. Mér var hugsað til dreifbýlisfólksins sem þarf að koma til borgarinnar til að sinna sínum erindum. Ég held að það sé kominn tími á að færa alla stjórnsýslu ríkisins úr höfuðborginni . Best væri að setja það niður í nálegð við nýjan innanlandsflugvöll hvar sem hann verður. Annars geta landsmenn gleymt því að stjórnsýslan sé þeirra.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 21.6.2019 kl. 21:54

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stjórnsýslan og þjónustan hafa verið á samfelldri hreyfingu í austurátt í áratugi og á það hefur verið bent alla tíð hér á síðunni. 

Ómar Ragnarsson, 22.6.2019 kl. 05:52

3 identicon

Átta mig alls ekki á þessu, Ómar. Hvað áttu við að stjórnsýslan hafi verið á samfelldri hreyfingu í austurátt. Alþingi hefur verið á þessum stað frá upphafi, eins öll ráðuneyti . 

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 22.6.2019 kl. 09:22

4 identicon

Hefði ekki mátt spara sér Borgarlínu ef Landspítalinn og Háskólinn í Reykjavík hefðu verið staðsettir austar á höfuðborgarsvæðinu?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.6.2019 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband