Ástæðurnar fimm fyrir því að búa á Íslandi.

Þegar síðuhafi verið spurður að því af hverju hann eigi heima á Íslandi hefur hann stundum svarað í hálfkæringi:  

Það eru fimm ástæður fyrir því: 

1. Ég er fæddur og uppalinn hér og lífsviðfangsefni og vettvangur bundinn þessu landi og þjóð. 

2. Það er lítið af skordýrum, meindýrum og svipuðum plágum.  

3, 4 og 5:   Ýsa, smjör og kartöflur. 

 

Varðandi ástæðu númer 2 hefur smám saman slegið fölva á hana. 

Þegar ég var ungur voru hér ekki ýmis skordýr sem síðan hafa sótt í sig veðrið. 

Starrinn var til dæmis ekki kominn til þess að sækja stíft í að gera hreiður í FRÚnni.

Kerfill var ekki nefndur.  

Ef satt er, að hægt verði að vinna bug á lúsmýinu láti Guð gott á vita. 


mbl.is Lausnin við lúsmý fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjallsíminn er alls staðar.

Lengi vel var hægt að álykta sem svo að það væru aðeins ökumenn, sem yllu árekstrum, slysum, meiðslum og jafnvel dauðsföllum, vegna þess að þeir væru á kafi í snjallsímum sínum undir stýri. 

En með fjölgandi hjólreiðamönnum kemur í ljós að þeir eru líka að lesa undir stýri, og þar með er ljóst að gangandi vegfarendur eru líka uppteknir í símanum eða heyra ekki neitt, vegna þess að þeir eru að hlusta á hljóðgræjur.  

Samkvæmd dómi bresks dómara átti síðuhafi því hugsanlega mikla sök á því þegar hjólreiðamaður að lesa, sem ekkert fylgdist með umferðinni á móti á hjólastíg,  hljólaði skyndilega í veg fyrir hann í vetur.

Sök þess, sem varð fyrir barðinu á hinu óvenjlega háttalagi birtist þá því, af því að ævinlega megi gera ráð fyrir því að hver sem er geti hvar sem er verið vís til þess að vera í snjallsímanum eða með alla 100% athygli sína við eitthvað annað en akstur, hjólreiðar eða göngu sína. 

Athyglisvert að lesa um þetta. 

Fyrir síðuhafa hefði þetta geta þýtt það, að ævinlega þegar hann er á ferð á mjóum hjólastíg og fær annan hjólandi mann á móti sér, verði hann að fara út af stígnum og stansa þar, á meðan hinn hugsanlega lesandi maður (hann var að reyna að lesa á ógreinlegan mæli á hjóliinu með því að rýna lengi niður fyrir sig og sá því aldrei umferðina á móti)

Ef umferðin um hjólastíginn er mikill, gæti þetta kostað það að öllum beri að halda kyrru fyrir á þeim forsendum, að ef einhver er á ferð, sé hann á kafi í því að lesa í stað þess að horfa fram fyrir hjólið. 


mbl.is Sér fram á gjaldþrot eftir árekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband