Túrbínutrixið heldur áfram.

Vegna þess hve túrbínutrixið hefur reynst í því sem Laxness kallaði "hernaðinn gegn landinu" birtist það sífellt í nýjum og nýjum myndum. 

Ein þeirra felst í því að hefja framkvæmdir án þess að búið sé að ganga frá landamerkjamálum og málaferlum við landeigendur. 

Þar við bætist svokallað rannsóknarleyfi, sem felur í sér stórfellt rask langt umfram þarfir, enda er ferill HS orku varðaður slíku athæfi, samanber óafturkræf umhverfisspjöll við mynni Soganna þar sem gumað var fyrirfram að gríðarlegri orku, en engin fannst. 

Túrbínutrixið var líka stórfellt í Gálgahraunsmálinu, þar sem 60 manna víkingasveit lögreglu og stærsta skriðdrekatæki landsins var beitt til að eyðileggja sem mest í hrauninu, algerlega að óþörfu, á einum degi, og tortíma þannig andlagi deiluefnisins áður en búið væri að útkljá málið lagalega. 

Hvalárvirkjunin, sem nú er á dagskrá, er langtum umfangsmeiri en sú Hvalárvirkjun, sem lagt var upp með, 55 megavött í stað 35 ár, fleiri vatnsföll, stíflur og lón. 


mbl.is Friðlýsing verði lögð fram á haustþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur til upphafsins?

Hér á síðunni var leitt að því líkum í upphafi Boeing 737 Max málsins, að það mál myndi hugsanlega ekki leysast fyrr en farið væri alla leið aftur til upphafsinsm sem hefðí verið það að troða of stórum hreyflum á þessa hálfrar aldar gömlu hönnun og reyna að fást við afleiðingarnar af því með því að bæta í vélina flóknu tölvustýrðu öryggiskerfi, sem aðrar þotur gætu verið án. 

Tekin var til samanburðar hönnun smávélar, Cessna 162, sem settur var þyngri hreyfill í en í aðrar sambærilegar vélar, sem allar voru í flokki LSA, léttflugvéla með 1320 punda hámarks heildarþyngd. 

Þrátt fyrir ýmsar tilfæringar fórust fyrstu 162 vélarnar og hreyfillinn stóri (Continental O-200 virtist hafa verið of stór biti. Ófarirnar fældu hugsanlega kaupendur frá og hætt var við vélina. 

Reifaðir voru nokkrir möguleikar varðandi Boeing 737 Max: 

1. Að reyna að endurbæta tölvustýrikerfið þannig að tryggt væri að vélin lenti ekki í óviðráðanlegum aðstæðum. 

2. Að sleppa tölvukerfinu og setja nýtt og mun stærra stél á vélina. 

3. Að sleppa tölvukerfinu og setja bæði nýtt og stærra stél á vélina og breyta byggingu miðjubotnsins þannig að hægt væri að hækka lengja og stækka aðal hljólabúnaðinn svo að komast mætti hjá því að færa nýja hreyfilinn jafn mikið til og gert var. 

4. Að hanna nýja mjóþotu frá grunni til að keppa á hinum stóra markaði slíkra þotna. 

Ef ekki verður hægt að fara leið 1 eru góð ráð dýr, því að 2. 3. og 4. eru allt miklu dýrari og tafsamari leiðir. 

Og þá er hætt við að vegna tafarinnar og vandræðanna muni hugsanlegir kaupendur fælast og fara yfir á Airbus. 


mbl.is Annar „mögulegur galli“ í Max-vélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband