'Það lengdist og lengdist í flug 787. Hve mikið nú varðandi 737 MAX?

Þegar töf varð á afhendingu hinna glæsilegu Boeing 787 Dreamliner þotna á fyrsta áratug aldarinnar var eitt erfiðasta atriði seinkunarinnar, hve oft og lengi hún dróst. 

Það vekur óhjákvæmilega spurningar um hve mikið og hve oft það muni dragast að Boeing 737 MAX þoturnar fái að fara í loftið. 

Það stefnir greinilega í það að aðal ferðamannatíminn muni að minnsta kosti líða án þess að vélarnar fái að fljúga, en á sínum tíma skipti töfin árum varðandi 787 þoturnar. 

Vonandi verður samanlögð töfin ekki eins löng nú, þótt óneitanlega veki það slæmar minningar hve lengi þetta dróst varðandi 787. 


mbl.is Fresta flugi Max-véla fram í september
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn af þeim stóru á alla mælikvarða.

Helgi Tómasson er eitthvert fegursta dæmið í sögu okkar litlu þjóðar um það hvernig maður frá einu afskekktasta byggða bóli heims kemst til ítrustu frægðar og frama fyrir eigin verðleika í hinum stóra heimi. 

Síðuhafi hefur lengi haldið upp á litla sögu af honum, sem honum var sögð að væri sönn, en segir mikið. 

Blaðamaður spurði Helga: 

"Hver er besti ballettdansari í heimi?"

Helgi tregðast við að svara en blaðamaðurinn gefur sig ekki og spyr: 

"Er það kannski Nurejev?" 

Helgi svarar: 

"Það er ekki hægt að svara svona stórri spurningu. Við erum þrír."

 

 


mbl.is Ekkert minna en það besta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætt að greinin leiti jafnvægis.

Ef það að ferðamannafjöldinn hér á landi sé ígildi hruns af því að hann heldur ekki áfram að vaxa á stjórnlausum hraða, virðist hugarfarið sem olli raunverulegu hruni í efnahagslífinu 2008 enn vera lifandi, með sinni miklu kröfu um endalausan vöxt.

En þetta er hugarfar sem er að keyra rányrkju á auðlindum og þröngsýna skammmgræðgishugsun jarðarbúa út í raunverulegar ógöngur á heimsvísu. 


mbl.is Segir tal um hrun í greininni kjaftæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólin sækja á; líka í Ameríku.

Þegar síðuhafi er spurður af hverju tvö hjól, rafreiðhjól og vespuhjól, sem kemst á yfir 90 km hraða, hafa tekið við meira en helmingi af ferðaþörf hans innanlands, er svarið: "Þegar ég var unglingur sleppti ég skellinöðrutímabilinu og hljóp 19 ára beint af reiðhjóli yfir á minnsta, ódýrasta, sparneytnasta og umhverfismildasta bíl landsins. 

Núna er ég að vinna upp glötuð unglinsgár á gamals aldri."

Og síðustu árin ekki fallið úr vika, flestar þeirra með nógu góðu veðri upp á hvern einasta dag. 

Og þar sem ég er nú staddur yfir hvítasunnuhelgina í Barcelona er í boði augnaveisla hvað snertir alla hjólamergðina af hinu fjölbreyttasta tagi, sem hér getur að líta. 

Og jafnframt les maður í fréttum um hjólasport í Ameríku, landinu sem sumir vilja að verði "great again" með skattfrjálsu bensíni, hver maður á átta gata dreka brunandi eftir átta akreina hraðbrautum af því að enginn þurrð muni nokkurn tíma verða á ódýrri olíu úr óþrjótandi olíulindum heimsins. 

 


mbl.is Mörg hundruð hjóluðu frá Hafnarfirði í Bláa lónið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband