Kærkominn áfangi hjá Ólafíu.

Golf virðist vera íþrótt sem reynir alveg sérstaklega á þolinmæði og þrautseigju. 

Það sýna ferlar margra af þekktustu kylfingum heims, svo sem Tiger Woods. 

Bestu kylfingar heims húrra upp og niður á milli móta. 

Eftir langa mæðu við að komast í gegnum niðurskurð, hefur Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur loks tekist það og er það kærkominn áfangi á braut til betra gengis. 

Áfram, Ólafía Þórunn!

 


mbl.is Ólafía í gegnum niðurskurðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfitt að útskýra 1998 og líka núna. "Djásnið í kórónu landsins."

Galtarlón í Kverkfjöllum er annað tveggja lóna sem þar eru. Hinum megin við lágan hverasoðinn móbergshrygg þarna uppi í um 1700 metra hæð yfir sjávarmáli er annað lón, sem fékk heitið Gengissig á sínum tíma, en þá var talsvert flökt á krónunni okkar. Kverkfjöll og Herðubreið.

1998 hvarf Galtárlón, en kom aftur 2005.

Myndin hér við hliðina er tekin í maí 2017 og sést Efri-Hveradalur með Galtárlóni, en Herðubreið er í fjarska.

Fyrir neðan er nærmynd af Galtárlóni, og neðst sjást fjöllin í heild með báðum lónunum. 

Engar nákvæmar skýringar fengust á þessu og heldur ekki nú, enda er síbreytileikinn í samspili íss og elds í Kverkfjöllum í raun eðlilegt og viðvarandi ástand, hið "eilífa stríð" eins og segir í ljóðlínu hér fyrir neðan:    

 

DJÁSNIÐKverkfjöll. Efri-Hveradalur Í KÓRÓNU LANDSINS.  

 

"Endalaus teygir sig auðnin, svo víð; 

ögrun við tækniheim mannsins. 

Kaga við jökul með kraumandi hlíð

Kverkfjöll í hillingum sandsins. 

Ísbreiðan heyr þar sitt eilífa stríð 

við eldsmiðju darraðardansins. 

Drottnandi gnæfa þau, dæmalaus smíð, 

djásnið í kórónu landsins."Kverkfjöll 15.6.17

 

Seytlar í sál 

seiðandi mál: 

Fjallanna firrð, 

friður og kyrrð, 

íshvelið hátt, 

heiðloftið blátt, 

fegurðin ein, 

eilíf og hrein."

 


mbl.is Galtárlón í Kverkfjöllum horfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Comet missti forskotið og aðrir brunuðu fram úr.

1952 var svo að sjá, að Bretar myndu ná margra ára forskoti á Bandaríkjamenn í smíði farþegaþotna. 

Comet var fyrsta farþegaþotan Í áætlunarflugi á sama tíma sem Boeing 707 var enn á teikniborðinu. 

Þá dundu yfir nokkur alvarleg slys á Comet, sem leiddu af sér tímamótaviðbrögð varðandi rannsóknir á flugslysum. 

En þotuöldin frestaðist á meðan. 

Hún gekk síðan í garð hjá Bandaríkjamönnum og Bretum 1958 og ári síðar hjá Frökkum með smíði Caravelle-þotnanna. 

En nú hafði samkeppnin snúist við, Bandaríkjamenn tekið forystu, sem þeir héldu næstu áratugina. 

Comet flaug að vísu aftur og fólk flaug með henni, en aðgerðir til að gera hana örugga gerðu það  að verkum, að ekki var hægt að koma nógu snemma með alveg nýja þotu, sem væri bæði stærri og hagkvæmari eins og Boeing 707 var þegar hún byrjaði að fljúga. 

Hvað gerist nú varðandi samkeppni Boeing 737 Max og Airbus 320neo er enn ekki ljóst. 

En í fyrsta skipti í sögu Boeing heyr verksmiðjan harða varnarbaráttu. 

 


mbl.is Yfirmaður 737 MAX hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband