25.7.2019 | 16:41
Tesla fær harðnandi samkeppni.
Elon Musk er magnaður frumkvöðull og á stóran þátt í því hve rafbílavæðingin hefur fegið gott flug.
En nú kann að eiga við hið fornkveðna að "fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá", "allir vildu Lilju kveðið hafa" og "enginn má við margnum."
Gengi Tesla 3 er forsenda fyrir velgengni fyrirtækisins, af því að Tesla bílarnir, sem komu á undan, eru svo dýrir og kaupendurnir geta ekki orðið nógu margir að þeim.
En næstum því mánaðarlega koma nú fram rafbílar frá öflugust framleiðendum heims, sem veita Tesla 3 harða samkeppni í verði og getu.
![]() |
Hlutabréf Tesla hrynja í verði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2019 | 13:19
Afríkuloftslagið sækir á. Því var spáð.
Ymsar tölvuspár varðandi hlýnun loftslags hafa sést síðasta aldarfjórðung. Sameiginlegt flestum er að loftslag á sunnanverðu meginlandi Evrópu verði smám saman líkara loftslaginu í Norður-Afríku, þurrt og heitt.
Að vísu sé ekki hægt að útiloka styttingu Golfstraumsins vegna vaxandi útstreymis kalds og létts leysingavatns frá jöklum Grænlands og Íslands sem breiðist yfir hinn þunga, salta Golfstraum, en það gæti leitt af sér "svalan blett" suðvestur af Íslandi.
Í vor barst þurrt og heitt sandmistur alla leið frá Sahara norður til Íslands.
Og tvívegis hafa komið hitabylgjur hingað norður í sumar.
Þegar litið er til síðustu áratuga liðinnar aldar vekur athygli að norðaustlægar áttir sem áður voru kaldar, eru nú hlýjar vegna þess að þær koma frá suðrænum loftmössum, sem koma frá meginlandi Evrópu og breiða úr sér yfir Norðurlöndum og rekur síðan þaðan úr norðaustri yfir til Íslands.
Í fyrrasumar voru margfalt meiri skógareldar í hita og þurrki í Svíþjóð en dæmi eru um áður.
![]() |
Hitamet fallin í París og Hollandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2019 | 09:05
Þarf að breyta fleiru en hugbúnaðinum?
Aðalástæða vandaræðanna með Boeing 737 Max er sú, að þegar framleiddur var nýr þotuhreyfill fyrir vélar af þessari stærð, sem skóp stórkostlega sparneytni, var hægt að koma honum fyrir á Airbus 320 neo án þess að það þyrfti að hanna sérstakan hugbúnað og tölvustýrikerfi fyrir þotuna, en hins vegar þurfti að færa hreyfilinn framar og ofar á Boeing 737 Max og útbúa sérstakan hugbúnað fyrir Boeing 737 Max.
Athyglisvert hefur verið að sjá sýndan samanburð á stærðarhlutföllum vélanna sem sýnir hve miið þrengra er um hreyfilinn nýja á Boeing, til dæmis hæð hreyfilsins frá jörðu.
Þess vegna er ekki óeðlilegt að sú lausn sé skoðuð, sem blasti við í upphafi, að hanna alveg nýja vél, eða að fara út í miklar breytingar á miðstykki og stéli 737 sem gerði hinn flókna hugbúnað óþarfan.
![]() |
Boeing íhugar að hætta með 737 MAX |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)