Virkjanir og þjóðgarðar fara ekki saman.

Í deilunni um Kárahnjúkavirkjun var deilt um það hvort virkjanir og þjóðgarðar færu vel saman. 

Þeir, sem héldu því fram að samspil virkjana og virkjana væru hið besta mál, bentu á tvö dæmi frá Bandaríkjunum, Hetch-Hetchy í Kaliforníu og Grand Lake í Klettafjöllunum í Koloradó. 

Með því að fara á báða staðina og skoða þá, kom í ljós, að virkjunin í Grand Lake raskaði ekki vatninu sjálfu, heldur var vatni veitt á milli þess og miðlunarlóns, sem var utan þjóðgarðsmarkanna. 

Miðlunarsveiflan var aðeins í þessu utangarðslóni, en vatnsborðinu í Grand Lake haldið stöðugu í sömu hæð og áður. 

Hetch-Hetchy uppistöðulónið í Kaliforníu er ekki innan þjóðgarðsmarka Yousemite þjóðgarðsins, heldur utan hans. 

Lónið er í dal, sem skerst inn í fjöllin, en þjóðagarðurinn í öðrum og stærri dal, sem er samsíða Hetch-Hetchy. 

Hetch-Hetchy lónið er miðlunarlón fyrir dýrmætt drykkjarvatn fyrir norðanverða Kaliforníu. 

Yosemite-dalnum verður aldrei raskað og búið að takmarka bílaumferð þangað og nýta lestir. 

Virkjanirnar tvær, sem bent var á til að sanna, að virkjanir og þjóðgarðar færu vel saman, voru gerðar fyrir heilli öld þegar nútíma mat á þjóðgörðum og virkjunum var ekki orðið það sem síðar varð. 


mbl.is Myndi gengisfella hugtakið „þjóðgarður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótal faldar perlur í íslenskri náttúru.

Ótal óþekktar perlur er að finna í íslenskri náttúru sem auðgað geta þá ímynd sem hún hefur og skapað með heiður lands og þjóðar og auknar tekjur fyrir ferðaþjónustuna. 

Eldgosin íslensku 2010 og 2011 stórjuku ferðamannastrauminn og komur heimsþekkts fólks til landsins, og þar með jukust líkurnar á því að lítt þekktar náttúruperlur kæmust á kortið. 

Þar ollu líklega mestu þau miklu áhrif sem netið og samfélagsmiðlarnir höfðu, svo sem varðandi Kirkjufellsfossa. 

Þótt ýmis náttúruvætti eins og Fjaðrárgljúfur og Reynisfjara hefðu verið kynnt í sjónvarpi fyrir mörgum árum náðu þau ekki að verða alþekkt til frambúðar. 

Og þegar Fjaðrárgljúfur var kynnt á ný, voru það myndir ferðafólks á facebook og Youtube í framhaldinu, einkum frægs fólks, sem drógu að sér heimsathygli. 

Er myndband Justin Biebers eitthvert besta dæmið um slíkt.

Enn býr íslensk náttúra yfir mörgum stöðum með falinni fegurð, sem bíður þess að gleðja ferðafólk. 

 

 


mbl.is Falin perla varð þekkt og fjölsótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafhlöðurnar verða að vera sjöfalt léttari í þotunum.

"Vilja meira flug þrátt fyrir losun" segir í drögum að grænbók um stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi. 

Þessi orð markast af þeirri óumflýjanlegri staðreynd að það verður að nota þotur mestan part til þess að flytja fólk til og frá Íslandi. 

Skoðum meginatriðin. 

Í nýjustu rafbílum og rafhjólum þarf 7,5 kílóa rafhlöðu fyrir hverja kílóvattsstund af orku, sem rafhlaðan geymir. Í nýjustu langdrægu rafbílum af millistærð geyma rafhlöðurnar 64 kílóvattsstundir, en vega 450 kíló. 

Jarðefnaeldsneyti til sömu afkasta væri 15 sinnum léttara en rafaflið. 

Með gerð minni bíla með minni loftmótstöðu má minnka muninn eitthvað, en viðfangsefnið hlýtur að liggja í gerð betri orkubera. Vetnið bíður handan við hornið, en er ekki komið. 

Að vísu hafa rafhreyflar tvöfalt til þrefalt betri orkunýtingu en sprengihreyflar en samt blasir við að finna þarf möguleika til að sjöfalda orkugeymd rafhlaðna svo að hægt sé að nota rafafl í flugvélar. 

Meðan flug felst í því að lyfta mikilli þyngd orkugjafans upp í hæð og nýta þunna loftið sem þar er, felst viðfangefnið i því að bæta orkuberann. 

Nýjustu hraðlestir geta hjálpað til við það á landi að taka við stórum hluta af þeim flutningum sem flugvélar anna nú, en af því að Ísland er eyja, langt úti í höfum, verður það viðfangsefni vonlaust að rafknúnar flugvélar annist fólksflutninga yfir hafið meðan vandinn vegna þyngdar rafhlaðnanna er ekki leystur. 

Niðurstaðan "meira flug þrátt fyrir losun" miðast við núverandi ástand.  


mbl.is Vilja meira flug þrátt fyrir losun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband