Virkjanir og þjóðgarðar fara ekki saman.

Í deilunni um Kárahnjúkavirkjun var deilt um það hvort virkjanir og þjóðgarðar færu vel saman. 

Þeir, sem héldu því fram að samspil virkjana og virkjana væru hið besta mál, bentu á tvö dæmi frá Bandaríkjunum, Hetch-Hetchy í Kaliforníu og Grand Lake í Klettafjöllunum í Koloradó. 

Með því að fara á báða staðina og skoða þá, kom í ljós, að virkjunin í Grand Lake raskaði ekki vatninu sjálfu, heldur var vatni veitt á milli þess og miðlunarlóns, sem var utan þjóðgarðsmarkanna. 

Miðlunarsveiflan var aðeins í þessu utangarðslóni, en vatnsborðinu í Grand Lake haldið stöðugu í sömu hæð og áður. 

Hetch-Hetchy uppistöðulónið í Kaliforníu er ekki innan þjóðgarðsmarka Yousemite þjóðgarðsins, heldur utan hans. 

Lónið er í dal, sem skerst inn í fjöllin, en þjóðagarðurinn í öðrum og stærri dal, sem er samsíða Hetch-Hetchy. 

Hetch-Hetchy lónið er miðlunarlón fyrir dýrmætt drykkjarvatn fyrir norðanverða Kaliforníu. 

Yosemite-dalnum verður aldrei raskað og búið að takmarka bílaumferð þangað og nýta lestir. 

Virkjanirnar tvær, sem bent var á til að sanna, að virkjanir og þjóðgarðar færu vel saman, voru gerðar fyrir heilli öld þegar nútíma mat á þjóðgörðum og virkjunum var ekki orðið það sem síðar varð. 


mbl.is Myndi gengisfella hugtakið „þjóðgarður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski eftir mörg ár

og dauða okkar allra.

Mikilvæg raforkuframleiðsla íslands

verður minnisvarði

og einn þjóðgarður

um okkar sjálfs skaða.

Skuggi (IP-tala skráð) 28.7.2019 kl. 22:16

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í Bandaríkjunum hefur því verið slegið föstu að lang orkumesta háhitasvæði landsins, sem þar að auki býr yfir mikilli vatnsorku, verði aldrei snert, - ekki einn einasti af tíu þúsund hverjum virkjaður,  af því að Yellowstone séu heilög vé. Tekur hinn eldvirki hluti Íslands þó Yellowstone fram sem eitt af mestu undrum veraldar. 

Ómar Ragnarsson, 28.7.2019 kl. 22:27

3 identicon

Eftir að allar vonir um olíuleit og olíuvinnslu á Drekasvæðinu brugðust hljóp viss tryllingur í virkjanaframkvæmdir hjá bröskurum, athafnamönnum skersins.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.7.2019 kl. 22:51

4 identicon

svo það er í lagi að færa vatnið útfyrir þjóðgarð. ef við færum bara jökulsána til þá væri í lagi að virkja hana. svolítið öðruvísi herlendis þar sem menn eru búnir að raska landi þó nokkuð. hafði aldrei heyrt þessi rök með kárahnjúka svo það er fróðlegt að frétta af því. fyrir mér er raskað svæði raskað svæði virkjun verður aldrei afturkræf framkvæmd. því eiga virkjanir ekkert að gera í þjóðgarð né virkjanir í bið. sama á við um hvalárvirkjun sem er í virkjanaflokk. ef hún er tekin til baka er rammaáætlun ónýt. þakka ómari fyrir þessadræðslu   

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 29.7.2019 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband