Þegar Chrysler óð þrjú ár fram úr GM og Ford.

Anna Árnadóttir hefur góðan smekk að mati síðuhafa hvað varðar bandarísku bílana á sjötta áratugnum.

Dramatískustu bandarísku kaggarnir voru bílar Chrysler-verksmiðjanna 1957. "Allt í einu er komið árið 1960" stóð í auglýsingunum. 

De Soto þótti einna best heppnaðnur af hinum "vængjuðu undrum sem birtist þetta ár og héldu forskoti sínu árið eftir. 

Allir bílar verksmiðjanna, Plymouth, Dodge, De Soto, Chrysler og Imperial voru nýir 1957, lengri, breiðari, lægri og flottari en keppinautarnir. 

Á bak við þetta stóð hönnuðurinn Virgil Exner, sem fékk það verkefni og afstýra hruni Chrysler eftir ömurlegt ár 1954, vegna þess hve hinir annars vönduðu og góðu bilar Chrysler voru óspennandi og leiðinlegir. 

Nýjar gerðir löguðu stöðuna 1955, en 1956 kom trixið, uggar og stél. Sagt var að þeir gerðu gott fyrir loftmótstöðuna þótt það væri alls ekki á neinum rökum byggt, heldur voru stélin auka þungi ef eitthvað var. 

Þau fóru líka að minnka og hverfa frá árinu 1960. 

Plymouth endurheimti þriðja sætið í sölunni 1957 og Chrysler jók söluna um fjórðung. 

En kapphlaupið tók sinn toll, því að gæðunum hrakaði í hamaganginum og bílarnir voru ryðsæknir. 

En flottir voru þeir, maður minn!


mbl.is Montrúntur á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Broslegt rifrildi um góð eða slæm afskipti Norðmanna hér á landi.

Norðmenn eru um 15 sinnum stærri þjóð en Íslendingar og íbúafjöldi Lichtenstein er brot af stærð íslensku þjóðarinnar. 

Það er því skiljanlegt, þótt það sé kannski ekki æskilegt, að Norðmenn, ýmist með eða á móti Orkupakka 3, reyni í krafti stærðar að hafa áhrif á það, hvernig Íslendingar spili úr sínum spilum og hafi með því áhrif á málið í heild.  

Og næsta broslegt er að sjá hvernig afstaða Íslendinga til málflutnings Norðmanna skipta honum í slæm afskipti eða góð eftir því frá hvorum deiluaðilanum hinn meinti þrýstingur kemur.  


mbl.is Segir Guðlaug Þór skorta rök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúruverðmætin eru ekkert á förum.

Í fréttum allt þetta ár hefur mikið verið fjallað um hættuna á "hruni" íslensku ferðaþjóhustunnar. 

Þess vegna kemur viðtalið við forstjóra Tröllaferða eins og ferskur andblær inn í þessa neikvæðu umræðu. 

Samdrátturinn í ferðaþjónustunni var nefnilega ekki vegna þess að varan, sem er til sölu, ef svo má að orði komast, einstæð ósnortin náttúruverðmæti landsins;  þau hafa ekki rýrnað neitt, heldur koma þessi verðmæti og önnur ný æ betur í ljós. 

Og engin sambærileg verðmæti til að nýta fyrir ferðaþjónustu, hafa komið fram í öðrum löndum. 

Það sem gerðist var bara ofkeyrsla og skortur á uppbyggingu aðstöðu og innviða, ekki lakari söluvara. 

Tvær milljónir ferðamanna á ári er margfalt fleira fólk en kom hingað árlega fyrir áratug og möguleikarnir bíða bara eftir því að vera kannaðir, fundnir og nýttir. 


mbl.is Ekki öll nótt úti í ferðaþjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband