Broslegt rifrildi um góð eða slæm afskipti Norðmanna hér á landi.

Norðmenn eru um 15 sinnum stærri þjóð en Íslendingar og íbúafjöldi Lichtenstein er brot af stærð íslensku þjóðarinnar. 

Það er því skiljanlegt, þótt það sé kannski ekki æskilegt, að Norðmenn, ýmist með eða á móti Orkupakka 3, reyni í krafti stærðar að hafa áhrif á það, hvernig Íslendingar spili úr sínum spilum og hafi með því áhrif á málið í heild.  

Og næsta broslegt er að sjá hvernig afstaða Íslendinga til málflutnings Norðmanna skipta honum í slæm afskipti eða góð eftir því frá hvorum deiluaðilanum hinn meinti þrýstingur kemur.  


mbl.is Segir Guðlaug Þór skorta rök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sittu ekki hjá eins og marbendill, Ómar, látandi þetta mál hlægja þig, þegar hér er sízt um hlátursefni að ræða. Það er augljóst hvaða einstaklingur hefur einna harðast staðið fyrir erlendum áhrifum á Ísland í þessu orkupakka- og EES-máli -- sá er Guðlaugur Þór (Gulli) Þórðarson utanríkisráðherra, sem berst í fyrir orkupakkanum eins og handbendi eða málaliði Evrópusambandsins og hefur sjálfur boðið hingað norskum ráðherra orkupakkasinnaðrar ríkisstjórnar. Maðurinn er þar að auki hlálega falskur sem kvartandi yfir afskiptum útlendinga af innanríkismálum, sjálfur einhver mesta slettireka inn í málefni annarra þjóða, sbr. innlegg mín hér:

https://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2238710/#comment3724404

Jón Valur Jensson, 13.8.2019 kl. 18:20

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

En gott var hins vegar viðtalið þitt við Pétur Gunnlaugsson í síðdegisútvarpi Útv. Sögu í dag, ekki sízt um virkjanamál, og heilar þakkir fyrir það.

Jón Valur Jensson, 13.8.2019 kl. 18:23

3 identicon

Trúa flestir alþingismenn menn ekki sínum eigin augum varðandi síðustu fréttir? Eða er  sagan um nýju föting keisarans að endurtaka sig, í beinni frá hinu opinbera, með leyfi forseta? embarassed

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/08/05/stefnir_belgiu_vegna_thridja_orkupakkans/

Þjóðólfur í Örorku (IP-tala skráð) 13.8.2019 kl. 20:06

4 identicon

Trúa flestir alþingismenn  ekki sínum eigin augum varðandi síðustu fréttir? Eða er  sagan um nýju föting keisarans að endurtaka sig, í beinni frá hinu opinbera, með leyfi forseta? embarassed

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/08/05/stefnir_belgiu_vegna_thridja_orkupakkans/

Þjóðólfur í Örorku (IP-tala skráð) 13.8.2019 kl. 20:08

5 identicon

Það væri nú bannað innan 18, janvel nú á tímum uppistandara og Viagra...sealed

Snjótittlingur (IP-tala skráð) 13.8.2019 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband